140 milljarðar áætlaðir í lán vegna NBI 9. október 2009 06:30 Fjármálaráðherra Í fjárlögum forvera Steingríms J. Sigfússonar var reiknað með að Seðlabankinn ætti eignir að verðmæti 300 milljarðar, sem yrðu nýttar til að endurfjármagna bankana. Það verðmat stóðst ekki og í fjáraukalagafrumvarpi Steingríms er gert ráð fyrir 300 milljarða lántökum til bankanna.Fréttablaðið/heiða Ríkissjóður tekur alls 610 milljarða króna að láni á þessu ári, að frátöldum skuldbindingum Tryggingasjóðs innistæðueigenda vegna Icesave. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga 2009, sem lagt var fram á Alþingi í gær. 300 milljarðar af þessu lánsfé verða nýttir til að endurfjármagna bankakerfið eftir hrun. Ríkið hefur skuldbundið sig til að leggja fram 65 milljarða í Íslandsbanka og 72 milljarða í Nýja Kaupþing. Gangi samningar við kröfuhafa eftir þannig að þeir eignist meirihluta í þeim bönkum mun þorri þeirra 137 milljarða sem ríkið ætlar að taka að láni vegna Íslandsbanka og Nýja Kaupþings skila sér aftur til ríkissjóðs. Hins vegar er enn allt óljóst um endurfjármögnun Landsbankans, sem nú heitir NBI. Kröfuhafar hafa til þessa ekki sýnt áhuga á að taka þátt í endurreisn Landsbankans. Í fjáraukalagafrumvarpinu er miðað við að ríkið taki um 140 milljarða króna lán vegna Landsbankans. Þá verða tuttugu milljarðar króna teknir að láni til þess að leggja nokkrum sparisjóðum til nýtt eigið fé. Þegar fjárlögin 2009 voru samþykkt í desember 2008 var ekki ætlunin að endurfjármagna bankana með þessum lántökum heldur með því að „leggja fjármálakerfinu til nýtt eigið fé með eignum sem Seðlabankinn hafði sem tryggingu á móti veð- og daglánum bankans og ríkissjóður keypti af bankanum eftir hrun stóru bankanna þriggja síðastliðið haust,“ eins og segir í fjáraukalagafrumvarpinu. „Þessi bréf hafa reynst verðminni en reiknað var með og hefðu ekki nægt til að fjármagna kerfið. Er því gert ráð fyrir að ríkissjóður leggi nýju bönkunum til eigið fé í formi ríkisskuldabréfa.“ Vegna þess að verðmat eigna Seðlabankans stóðst ekki áætlanir eykst lánsfjárþörf ríkisins um 330 milljarða. Af áætlaðri heildarlántöku upp á 610 milljarða eru 520 milljarðar í íslenskum krónum en níutíu milljarðar eru erlend lán. Inni í þeirri tölu eru 75 milljarða lán frá Norðurlöndum og Póllandi, sem ríkissjóður ætlar að taka fyrir áramót og endurlána Seðlabankanum til að styrkja gjaldeyrisforðann. Þá þarf 115 milljarða lántöku til að koma til móts við hallarekstur ríkissjóðs þetta árið. Afborganir af lánum sem áður hafa verið tekin verða 120 milljarðar króna í ár þannig að lántökur umfram afborganir verða 490 milljarðar króna. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ríkissjóður tekur alls 610 milljarða króna að láni á þessu ári, að frátöldum skuldbindingum Tryggingasjóðs innistæðueigenda vegna Icesave. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga 2009, sem lagt var fram á Alþingi í gær. 300 milljarðar af þessu lánsfé verða nýttir til að endurfjármagna bankakerfið eftir hrun. Ríkið hefur skuldbundið sig til að leggja fram 65 milljarða í Íslandsbanka og 72 milljarða í Nýja Kaupþing. Gangi samningar við kröfuhafa eftir þannig að þeir eignist meirihluta í þeim bönkum mun þorri þeirra 137 milljarða sem ríkið ætlar að taka að láni vegna Íslandsbanka og Nýja Kaupþings skila sér aftur til ríkissjóðs. Hins vegar er enn allt óljóst um endurfjármögnun Landsbankans, sem nú heitir NBI. Kröfuhafar hafa til þessa ekki sýnt áhuga á að taka þátt í endurreisn Landsbankans. Í fjáraukalagafrumvarpinu er miðað við að ríkið taki um 140 milljarða króna lán vegna Landsbankans. Þá verða tuttugu milljarðar króna teknir að láni til þess að leggja nokkrum sparisjóðum til nýtt eigið fé. Þegar fjárlögin 2009 voru samþykkt í desember 2008 var ekki ætlunin að endurfjármagna bankana með þessum lántökum heldur með því að „leggja fjármálakerfinu til nýtt eigið fé með eignum sem Seðlabankinn hafði sem tryggingu á móti veð- og daglánum bankans og ríkissjóður keypti af bankanum eftir hrun stóru bankanna þriggja síðastliðið haust,“ eins og segir í fjáraukalagafrumvarpinu. „Þessi bréf hafa reynst verðminni en reiknað var með og hefðu ekki nægt til að fjármagna kerfið. Er því gert ráð fyrir að ríkissjóður leggi nýju bönkunum til eigið fé í formi ríkisskuldabréfa.“ Vegna þess að verðmat eigna Seðlabankans stóðst ekki áætlanir eykst lánsfjárþörf ríkisins um 330 milljarða. Af áætlaðri heildarlántöku upp á 610 milljarða eru 520 milljarðar í íslenskum krónum en níutíu milljarðar eru erlend lán. Inni í þeirri tölu eru 75 milljarða lán frá Norðurlöndum og Póllandi, sem ríkissjóður ætlar að taka fyrir áramót og endurlána Seðlabankanum til að styrkja gjaldeyrisforðann. Þá þarf 115 milljarða lántöku til að koma til móts við hallarekstur ríkissjóðs þetta árið. Afborganir af lánum sem áður hafa verið tekin verða 120 milljarðar króna í ár þannig að lántökur umfram afborganir verða 490 milljarðar króna.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira