Innlent

Prestaköll sameinuð í hagræðingarskyni

Frá Kirkjuþingi fyrir tveimur árum.
Frá Kirkjuþingi fyrir tveimur árum.
Á kirkjuþingi 2009 sem lauk í gær voru samþykktar átta sameiningar prestakalla, sameiningar fimm prófastsdæma í tvö og tilfærslur þriggja prestakalla milli prófastsdæma. Lögð var áhersla á það í umræðum að Þjóðkirkjan stendur frammi fyrir miklum niðurskurði og gerðar séu kröfur um hagræðingu í stjórnsýslu.

Fram kemur í tilkynningu frá Biskupsstofu að samþykktir um sameiningu prestakalla taka gildi 30. nóvember en aðeins tvær koma til framkvæmda þá þar sem sóknarprestar í öðru þeirra prestakalla er sameinast eiga hafa látið af störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×