Erlent

Ók ölvaður á vélhjólamann með soninn í bílnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tæplega fimmtugur vélhjólamaður lést eftir að ölvaður ökumaður, sem auk þess var án ökuréttinda, ók á hann nálægt Ullerslev á Fjóni í gær. Ökumaðurinn forðaði sér af vettvangi slyssins en með honum í bílnum var þrettán ára sonur hans sem hlaut skrámur þegar hann varð fyrir glerbrotum sem þeyttust um bílinn þegar framrúðan brotnaði. Lögregla hafði fljótlega uppi á ökumanninum sem var handtekinn og á yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp og ölvunarakstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×