Erlent

Vilja útskýringar á tilraunum Írana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kjarnorkuframleiðsla Írana er talin fara fram neðanjarðar á þessum stað.
Kjarnorkuframleiðsla Írana er talin fara fram neðanjarðar á þessum stað.

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur farið fram á að írönsk yfirvöld útskýri hvernig á því stendur að vísindamenn í Íran hafi verið að gera tilraunir með nýja tegund kjarnaodda en allt bendir til þess að svo hafi verið. Um er að ræða nýja og þróaða tegund af kjarnaoddum sem eru einfaldari að gerð og léttari en eldri gerðir. Minni og léttari oddum er auðveldara að skjóta með burðarflaug. Gögn um þetta bárust Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni frá vestrænum njósnastofnunum og segir Mohamed ElBaradai, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, að svo virðist sem gögnin séu nokkuð áreiðanleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×