Erlent

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir að nauðga og myrða íraska stúlku

Steven Dale Green.
Steven Dale Green.
Bandarískur hermaður hlaut í dag fimmfaldan lífstíðardóm fyrir nauðga og myrða íraska stúlku og fjölskyldu hennar. Fjórir aðrir hermenn fengu vægari dóma vegna málsins.

„Það sem þeir gerðu var ógeðslegt og ófyrirgefanlegt," sagði saksóknari eftir að dómur féll yfir Steven Dale Green, 24 ára gömlum Texasbúa, og fjórum öðrum hermönnum í dag.

12. mars 2006 réðust hermennirnir inn á heimili í dreifbýli um 30 kílómetrum fyrir utan höfuðborgina Bagdad. Þar myrtu þeir föður, móður og systur Abeer Qassim al-Janabi áður en þeir nauðguðu henni. Að því loknu myrti Green Abeer sem var 13 ára gömul.

Green fullyrti að félagar sínir hafi skipulagt árásina. Eina sem hann hafi gert hafi verið að fylgja skipunum þeirra. Hinir hermennirnir játuðu og hlutu 110 ára fangelsisdóm með möguleika á reynslulausn eftir sjö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×