Fótbolti

AZ Alkmaar hollenskur meistari í annað sinn

Louis van Gaal
Louis van Gaal Nordic Photos/Getty Images

Íslendingaliðið AZ Alkmaar varð í dag hollenskur meistari í knattspyrnu í annað sinn í sögu félagsins. Liðið tapaði 2-1 heima fyrir Vitesse Arnhem í gær, en 6-2 tap Ajax fyrir PSV í dag tryggði að ekkert lið getur náð AZ að stigum í deildinni.

Þetta er fyrsti titill AZ síðan árið 1981 og hefur liðið nú 11 stiga forskot á Twente þegar þrír leikir eru eftir. AZ leikur því í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Þetta er sjötti titill Louis van Gaal þjálfara AZ á ferlinum, en hann varð þrívegis hollenskur meistari með Ajaz á tíunda áratugnum og vann spænska titilinn með Barcelona árin 1998 og 1999.

Titillinn nú ætti að vera AZ góð sárabót eftir ófarirnar fyrir tveimur árum þegar liðið tapaði titlinum á lokadegi mótsins þegar PSV varð meistari.

Jóhann Berg Guðmundsson , Ólafur Karl Finsen og Kolbeinn Sigþórsson eru á mála hjá unglingaliði AZ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×