Lífið

Tók viðtal við hund

Björn Þorláksson
Björn Þorláksson

Björn Þorláksson þáttastjórnandi Sjónvarps Norðurlands og fréttamaður hjá Stöð 2 gerði í dag tilraun til að taka viðtal við hund í Föstudagsþætti N4. Björn spurði hvað hundinum fyndist um ástandið í efnahagslífi þjóðarinnar og velti upp þeirri spurningu hvort það að fá hund í settið væri verri hugmynd en að fá stjórnmálamenn í spjall, stjórnmálamenn sem margir hverjir virðast sekir um lýðskrum og ábyrgðarleysi gagnvart almenningi.

Sýning þáttarins hefst kl. 18.20 í dag en viðtalið við hundinn er í lokin. Föstudagsþátturinn verður endursýndur á klukkustundarfresti til morguns og má sjá hann á rás 15 á Digital Island.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.