Setti klút fyrir andlitið og óð inn í logandi húsið Breki Logason skrifar 16. janúar 2009 13:43 Frá brunanum í morgun MYND/NORDICPHOTOS/ÞORGEIR Arnar Halldórsson var að koma úr partýi í miðbænum í nótt þegar hann sá logandi húsið við Klapparstíg 17. Hann heyrði öskur og læti rétt áður en hann setti klút fyrir andlit sitt og óð inn í húsið. Arnar aðstoðaði skelfingu lostið fólk við að komast út úr brenanndi íbúð rétt áður en slökkviliðið mætti á staðinn. „Ég hugsaði ekki neitt," segir Arnar Halldórsson í samtali við Vísi um andartökin rétt áður en hann lét sig vaða inn í brennandi húsið. „Húsið var logandi þegar við komum þarna að og ég bara fór inn. Fólkið var þá komið á lappir en var ennþá inni í íbúðinni. Ég sagði þeim að koma sér strax út en það vildi fara að taka með einhverja hluti. Mér tókst samt að koma þeim strax út," segir Arnar sem setti klút sem hann var með um hálsinn fyrir vit sér rétt áður en hann fór inn. „Við heyrðum einhver öskur inni í húsinu þegar við vorum komin út en þorðum ekki að fara aftur inn í húsið. Þá var fólk úr húsinu við hliðina á komið út og það var svoldið panikk ástand," segir Arnar sem var sá eini úr hópnum sem fór inn. Fljótlega eftir að út var komið kom lögreglumaður á vettvang og síðan slökkviliðið. „Síðan festust slökkviliðsmennirnir þarna uppi á svölum og við sáum einn þeirra hoppa niður," segir Arnar sem varð ekki meint af atvikinu. „Ég fékk smá súrefni þarna hjá sjúkraliðunum en labbaði síðan bara heim." Arnar segir að honum líði hálf skringilega og sé enn að jafna sig. Hann veit ekki hversvegna hann fór inn í logandi húsið en segir að kannski hafi spilað inn í að hann var að koma heim af djamminu og var búinn með nokkra bjóra. „Það rann samt mjög fljótt af mér." Arnar segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast í brunanum en alls voru níu manns í húsinu þegar kviknaði í. Ekki liggur fyrir hvað olli brunanum og vinnur lögregla nú að rannsókn málsins. Tengdar fréttir Kraftaverk að allir íbúar sluppu þegar hús brann við Klapparstíg Níu manns sluppu naumlega og ósárir út úr brennandi íbúðarhúsi að Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reikeitrun, en þær hafa náð sér. 16. janúar 2009 07:06 Útiloka ekki íkveikju - myndband Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki útilokað að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Enn eru eldsupptök þó ókunn og vill lögregla ekki tjá sig um málið að svo stöddu enda er rannsóknin skammt á veg komin. 16. janúar 2009 11:05 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Arnar Halldórsson var að koma úr partýi í miðbænum í nótt þegar hann sá logandi húsið við Klapparstíg 17. Hann heyrði öskur og læti rétt áður en hann setti klút fyrir andlit sitt og óð inn í húsið. Arnar aðstoðaði skelfingu lostið fólk við að komast út úr brenanndi íbúð rétt áður en slökkviliðið mætti á staðinn. „Ég hugsaði ekki neitt," segir Arnar Halldórsson í samtali við Vísi um andartökin rétt áður en hann lét sig vaða inn í brennandi húsið. „Húsið var logandi þegar við komum þarna að og ég bara fór inn. Fólkið var þá komið á lappir en var ennþá inni í íbúðinni. Ég sagði þeim að koma sér strax út en það vildi fara að taka með einhverja hluti. Mér tókst samt að koma þeim strax út," segir Arnar sem setti klút sem hann var með um hálsinn fyrir vit sér rétt áður en hann fór inn. „Við heyrðum einhver öskur inni í húsinu þegar við vorum komin út en þorðum ekki að fara aftur inn í húsið. Þá var fólk úr húsinu við hliðina á komið út og það var svoldið panikk ástand," segir Arnar sem var sá eini úr hópnum sem fór inn. Fljótlega eftir að út var komið kom lögreglumaður á vettvang og síðan slökkviliðið. „Síðan festust slökkviliðsmennirnir þarna uppi á svölum og við sáum einn þeirra hoppa niður," segir Arnar sem varð ekki meint af atvikinu. „Ég fékk smá súrefni þarna hjá sjúkraliðunum en labbaði síðan bara heim." Arnar segir að honum líði hálf skringilega og sé enn að jafna sig. Hann veit ekki hversvegna hann fór inn í logandi húsið en segir að kannski hafi spilað inn í að hann var að koma heim af djamminu og var búinn með nokkra bjóra. „Það rann samt mjög fljótt af mér." Arnar segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast í brunanum en alls voru níu manns í húsinu þegar kviknaði í. Ekki liggur fyrir hvað olli brunanum og vinnur lögregla nú að rannsókn málsins.
Tengdar fréttir Kraftaverk að allir íbúar sluppu þegar hús brann við Klapparstíg Níu manns sluppu naumlega og ósárir út úr brennandi íbúðarhúsi að Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reikeitrun, en þær hafa náð sér. 16. janúar 2009 07:06 Útiloka ekki íkveikju - myndband Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki útilokað að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Enn eru eldsupptök þó ókunn og vill lögregla ekki tjá sig um málið að svo stöddu enda er rannsóknin skammt á veg komin. 16. janúar 2009 11:05 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kraftaverk að allir íbúar sluppu þegar hús brann við Klapparstíg Níu manns sluppu naumlega og ósárir út úr brennandi íbúðarhúsi að Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reikeitrun, en þær hafa náð sér. 16. janúar 2009 07:06
Útiloka ekki íkveikju - myndband Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki útilokað að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Enn eru eldsupptök þó ókunn og vill lögregla ekki tjá sig um málið að svo stöddu enda er rannsóknin skammt á veg komin. 16. janúar 2009 11:05