Setti klút fyrir andlitið og óð inn í logandi húsið Breki Logason skrifar 16. janúar 2009 13:43 Frá brunanum í morgun MYND/NORDICPHOTOS/ÞORGEIR Arnar Halldórsson var að koma úr partýi í miðbænum í nótt þegar hann sá logandi húsið við Klapparstíg 17. Hann heyrði öskur og læti rétt áður en hann setti klút fyrir andlit sitt og óð inn í húsið. Arnar aðstoðaði skelfingu lostið fólk við að komast út úr brenanndi íbúð rétt áður en slökkviliðið mætti á staðinn. „Ég hugsaði ekki neitt," segir Arnar Halldórsson í samtali við Vísi um andartökin rétt áður en hann lét sig vaða inn í brennandi húsið. „Húsið var logandi þegar við komum þarna að og ég bara fór inn. Fólkið var þá komið á lappir en var ennþá inni í íbúðinni. Ég sagði þeim að koma sér strax út en það vildi fara að taka með einhverja hluti. Mér tókst samt að koma þeim strax út," segir Arnar sem setti klút sem hann var með um hálsinn fyrir vit sér rétt áður en hann fór inn. „Við heyrðum einhver öskur inni í húsinu þegar við vorum komin út en þorðum ekki að fara aftur inn í húsið. Þá var fólk úr húsinu við hliðina á komið út og það var svoldið panikk ástand," segir Arnar sem var sá eini úr hópnum sem fór inn. Fljótlega eftir að út var komið kom lögreglumaður á vettvang og síðan slökkviliðið. „Síðan festust slökkviliðsmennirnir þarna uppi á svölum og við sáum einn þeirra hoppa niður," segir Arnar sem varð ekki meint af atvikinu. „Ég fékk smá súrefni þarna hjá sjúkraliðunum en labbaði síðan bara heim." Arnar segir að honum líði hálf skringilega og sé enn að jafna sig. Hann veit ekki hversvegna hann fór inn í logandi húsið en segir að kannski hafi spilað inn í að hann var að koma heim af djamminu og var búinn með nokkra bjóra. „Það rann samt mjög fljótt af mér." Arnar segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast í brunanum en alls voru níu manns í húsinu þegar kviknaði í. Ekki liggur fyrir hvað olli brunanum og vinnur lögregla nú að rannsókn málsins. Tengdar fréttir Kraftaverk að allir íbúar sluppu þegar hús brann við Klapparstíg Níu manns sluppu naumlega og ósárir út úr brennandi íbúðarhúsi að Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reikeitrun, en þær hafa náð sér. 16. janúar 2009 07:06 Útiloka ekki íkveikju - myndband Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki útilokað að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Enn eru eldsupptök þó ókunn og vill lögregla ekki tjá sig um málið að svo stöddu enda er rannsóknin skammt á veg komin. 16. janúar 2009 11:05 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Arnar Halldórsson var að koma úr partýi í miðbænum í nótt þegar hann sá logandi húsið við Klapparstíg 17. Hann heyrði öskur og læti rétt áður en hann setti klút fyrir andlit sitt og óð inn í húsið. Arnar aðstoðaði skelfingu lostið fólk við að komast út úr brenanndi íbúð rétt áður en slökkviliðið mætti á staðinn. „Ég hugsaði ekki neitt," segir Arnar Halldórsson í samtali við Vísi um andartökin rétt áður en hann lét sig vaða inn í brennandi húsið. „Húsið var logandi þegar við komum þarna að og ég bara fór inn. Fólkið var þá komið á lappir en var ennþá inni í íbúðinni. Ég sagði þeim að koma sér strax út en það vildi fara að taka með einhverja hluti. Mér tókst samt að koma þeim strax út," segir Arnar sem setti klút sem hann var með um hálsinn fyrir vit sér rétt áður en hann fór inn. „Við heyrðum einhver öskur inni í húsinu þegar við vorum komin út en þorðum ekki að fara aftur inn í húsið. Þá var fólk úr húsinu við hliðina á komið út og það var svoldið panikk ástand," segir Arnar sem var sá eini úr hópnum sem fór inn. Fljótlega eftir að út var komið kom lögreglumaður á vettvang og síðan slökkviliðið. „Síðan festust slökkviliðsmennirnir þarna uppi á svölum og við sáum einn þeirra hoppa niður," segir Arnar sem varð ekki meint af atvikinu. „Ég fékk smá súrefni þarna hjá sjúkraliðunum en labbaði síðan bara heim." Arnar segir að honum líði hálf skringilega og sé enn að jafna sig. Hann veit ekki hversvegna hann fór inn í logandi húsið en segir að kannski hafi spilað inn í að hann var að koma heim af djamminu og var búinn með nokkra bjóra. „Það rann samt mjög fljótt af mér." Arnar segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast í brunanum en alls voru níu manns í húsinu þegar kviknaði í. Ekki liggur fyrir hvað olli brunanum og vinnur lögregla nú að rannsókn málsins.
Tengdar fréttir Kraftaverk að allir íbúar sluppu þegar hús brann við Klapparstíg Níu manns sluppu naumlega og ósárir út úr brennandi íbúðarhúsi að Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reikeitrun, en þær hafa náð sér. 16. janúar 2009 07:06 Útiloka ekki íkveikju - myndband Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki útilokað að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Enn eru eldsupptök þó ókunn og vill lögregla ekki tjá sig um málið að svo stöddu enda er rannsóknin skammt á veg komin. 16. janúar 2009 11:05 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Kraftaverk að allir íbúar sluppu þegar hús brann við Klapparstíg Níu manns sluppu naumlega og ósárir út úr brennandi íbúðarhúsi að Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reikeitrun, en þær hafa náð sér. 16. janúar 2009 07:06
Útiloka ekki íkveikju - myndband Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki útilokað að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Enn eru eldsupptök þó ókunn og vill lögregla ekki tjá sig um málið að svo stöddu enda er rannsóknin skammt á veg komin. 16. janúar 2009 11:05