Setti klút fyrir andlitið og óð inn í logandi húsið Breki Logason skrifar 16. janúar 2009 13:43 Frá brunanum í morgun MYND/NORDICPHOTOS/ÞORGEIR Arnar Halldórsson var að koma úr partýi í miðbænum í nótt þegar hann sá logandi húsið við Klapparstíg 17. Hann heyrði öskur og læti rétt áður en hann setti klút fyrir andlit sitt og óð inn í húsið. Arnar aðstoðaði skelfingu lostið fólk við að komast út úr brenanndi íbúð rétt áður en slökkviliðið mætti á staðinn. „Ég hugsaði ekki neitt," segir Arnar Halldórsson í samtali við Vísi um andartökin rétt áður en hann lét sig vaða inn í brennandi húsið. „Húsið var logandi þegar við komum þarna að og ég bara fór inn. Fólkið var þá komið á lappir en var ennþá inni í íbúðinni. Ég sagði þeim að koma sér strax út en það vildi fara að taka með einhverja hluti. Mér tókst samt að koma þeim strax út," segir Arnar sem setti klút sem hann var með um hálsinn fyrir vit sér rétt áður en hann fór inn. „Við heyrðum einhver öskur inni í húsinu þegar við vorum komin út en þorðum ekki að fara aftur inn í húsið. Þá var fólk úr húsinu við hliðina á komið út og það var svoldið panikk ástand," segir Arnar sem var sá eini úr hópnum sem fór inn. Fljótlega eftir að út var komið kom lögreglumaður á vettvang og síðan slökkviliðið. „Síðan festust slökkviliðsmennirnir þarna uppi á svölum og við sáum einn þeirra hoppa niður," segir Arnar sem varð ekki meint af atvikinu. „Ég fékk smá súrefni þarna hjá sjúkraliðunum en labbaði síðan bara heim." Arnar segir að honum líði hálf skringilega og sé enn að jafna sig. Hann veit ekki hversvegna hann fór inn í logandi húsið en segir að kannski hafi spilað inn í að hann var að koma heim af djamminu og var búinn með nokkra bjóra. „Það rann samt mjög fljótt af mér." Arnar segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast í brunanum en alls voru níu manns í húsinu þegar kviknaði í. Ekki liggur fyrir hvað olli brunanum og vinnur lögregla nú að rannsókn málsins. Tengdar fréttir Kraftaverk að allir íbúar sluppu þegar hús brann við Klapparstíg Níu manns sluppu naumlega og ósárir út úr brennandi íbúðarhúsi að Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reikeitrun, en þær hafa náð sér. 16. janúar 2009 07:06 Útiloka ekki íkveikju - myndband Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki útilokað að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Enn eru eldsupptök þó ókunn og vill lögregla ekki tjá sig um málið að svo stöddu enda er rannsóknin skammt á veg komin. 16. janúar 2009 11:05 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Arnar Halldórsson var að koma úr partýi í miðbænum í nótt þegar hann sá logandi húsið við Klapparstíg 17. Hann heyrði öskur og læti rétt áður en hann setti klút fyrir andlit sitt og óð inn í húsið. Arnar aðstoðaði skelfingu lostið fólk við að komast út úr brenanndi íbúð rétt áður en slökkviliðið mætti á staðinn. „Ég hugsaði ekki neitt," segir Arnar Halldórsson í samtali við Vísi um andartökin rétt áður en hann lét sig vaða inn í brennandi húsið. „Húsið var logandi þegar við komum þarna að og ég bara fór inn. Fólkið var þá komið á lappir en var ennþá inni í íbúðinni. Ég sagði þeim að koma sér strax út en það vildi fara að taka með einhverja hluti. Mér tókst samt að koma þeim strax út," segir Arnar sem setti klút sem hann var með um hálsinn fyrir vit sér rétt áður en hann fór inn. „Við heyrðum einhver öskur inni í húsinu þegar við vorum komin út en þorðum ekki að fara aftur inn í húsið. Þá var fólk úr húsinu við hliðina á komið út og það var svoldið panikk ástand," segir Arnar sem var sá eini úr hópnum sem fór inn. Fljótlega eftir að út var komið kom lögreglumaður á vettvang og síðan slökkviliðið. „Síðan festust slökkviliðsmennirnir þarna uppi á svölum og við sáum einn þeirra hoppa niður," segir Arnar sem varð ekki meint af atvikinu. „Ég fékk smá súrefni þarna hjá sjúkraliðunum en labbaði síðan bara heim." Arnar segir að honum líði hálf skringilega og sé enn að jafna sig. Hann veit ekki hversvegna hann fór inn í logandi húsið en segir að kannski hafi spilað inn í að hann var að koma heim af djamminu og var búinn með nokkra bjóra. „Það rann samt mjög fljótt af mér." Arnar segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast í brunanum en alls voru níu manns í húsinu þegar kviknaði í. Ekki liggur fyrir hvað olli brunanum og vinnur lögregla nú að rannsókn málsins.
Tengdar fréttir Kraftaverk að allir íbúar sluppu þegar hús brann við Klapparstíg Níu manns sluppu naumlega og ósárir út úr brennandi íbúðarhúsi að Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reikeitrun, en þær hafa náð sér. 16. janúar 2009 07:06 Útiloka ekki íkveikju - myndband Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki útilokað að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Enn eru eldsupptök þó ókunn og vill lögregla ekki tjá sig um málið að svo stöddu enda er rannsóknin skammt á veg komin. 16. janúar 2009 11:05 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Kraftaverk að allir íbúar sluppu þegar hús brann við Klapparstíg Níu manns sluppu naumlega og ósárir út úr brennandi íbúðarhúsi að Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reikeitrun, en þær hafa náð sér. 16. janúar 2009 07:06
Útiloka ekki íkveikju - myndband Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki útilokað að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Enn eru eldsupptök þó ókunn og vill lögregla ekki tjá sig um málið að svo stöddu enda er rannsóknin skammt á veg komin. 16. janúar 2009 11:05