Innlent

Handteknir eftir innbrot í gáma og bíla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn í nótt vegna innbrota og þjófnaða. Fyrst voru tveir handteknir í Hafnarfirði þar sem þeir voru að brjótast inn í gáma og bíla.

Þýfi fanst í pallbíl þeirra auk þess sem fimm eða sex 25 lítra brúsar voru á pallinum, allir fullir af bensíni. Jafnframt var þar búnaður til að dæla bensíni af bílum, þannig að Hafnfirðingar ættu að líta á bensínmælana í bílum sínum áður en þeir halda út í morgunumferðina. Sá þriðji var handtekinn í Kópavogi þar sem hann var að brjótast inn í bíla. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×