Enski boltinn

Hiddink sjöundi erlendi þjálfarinn hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea.
Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea. Nordic Photos / AFP

Guus Hiddink var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Chelsea til loka tímabilsins og verður þar með sjöundi erlendi þjálfarinn sem gegnir því starfi frá því að enska úrvalsdeildin var stofnuð.

Ekkert félag í ensku úrvalsdeildinni hefur verið með fleiri erlenda knattspyrnustjóra en Chelsea. Þeir eru Ruud Gullit, Gianluca Vialli, Claudio Ranieri, Jose Mourinho, Avram Grant, Luiz Felips Scolari og Guus Hiddink.

Næst á þessum lista er Tottenham með fimm erlenda knattspyrnustjóra. Það eru Osvaldo Ardiles, Christian Gross, Jacques Santini, Martin Jol og Juande Ramos.

Þessi tvö félög eru í algjörum sérflokki. Hin liðin níu á listanum hafa annað hvort verið með einn eða tvo erlendan knattspyrnustjóra á sínum snærum. Hér er átt við knattspyrnustjóra sem ekki koma frá Stóra Bretlandi eða Írlandi.

2: Liverpool (Gerard Houllier, Rafael Benitez)

2: Portsmouth (Velimir Zajec, Alain Perrin)

1: Arsenal (Arsene Wenger)

1: Crystal Palace (Attilio Lombardo)

1: Fulham (Jean Tigana)

1: Manchester City (Sven-Göran Eriksson)

1: Newcastle (Ruud Gullit)

1: West Ham (Gianfranco Zola)

1: Wimbledon (Egil Olsen)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×