Innlent

Bændur óttast hærra áburðarverð

Kristján Oddsson og Dóra Ruf, bændur að Neðra-Hálsi í Kjós.
Kristján Oddsson og Dóra Ruf, bændur að Neðra-Hálsi í Kjós. MYND/GVA

Bændur óttast að áburðarverð muni enn hækka í ár, jafnvel um 20 til 30 prósent. Í fyrra hækkaði áburðarverð um hátt í 80 prósent frá árinu áður.

Ef farið er nokkur ár aftur í tímann kostaði tonnið af áburði um það bil 25 þúsund krónur en var komið yfir 60 þúsund krónur í fyrra. Bændur búa sig undir að draga enn frekar úr áburðargjöf í ár, en segjast lítið svigrúm hafa svo ekki fari að draga úr framleiðslu á mjólk og kjöti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×