Innlent

Eignaumsýslufélag mun festa pólitíska spillingu í sessi

Vilhjálmur Egilsson og Finnur Sveinbjörnsson.
Vilhjálmur Egilsson og Finnur Sveinbjörnsson.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að opinber eignaumsýslufélög muni festa pólitíska spillingu í sessi. Verði þessi leið farin verði niðursveiflan mun meiri, að mati Vilhjálms. Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings telur ekki rétt að stofna nýtt félag um þessa hluti. Ljóst sé að bankarnir þurfa að taka yfir einhver fyrirtæki.

Vilhjálmur og Finnur voru gestir Björns Inga Hrafnssonar í Markaðanum fyrr í kvöld.

Meðal þess sem nefnd um endurreisn fjármálakerfisins undir forystu Svíans Mats Josefsson leggur til er að sett verði á laggirnar eignaumsýslufélagi í eigu ríkisins. Félagið tæki yfir endurskipulagningu 10 til 15 stærstu fyrirtækjanna í landinu sem ættu í erfiðleikum og teldust verða þjóðhagslega mikilvæg. Bankarnir teldu að þeir gætu valdið þessu hlutverki en þeir geta það ekki, að mati nefndarinnar.

,,Tillögurnar eru ekki í anda þessa veruleika sem atvinnulífið býr við," sagði Vilhjálmur um tillögur nefndarinnar. Hann sagði stjórnvöld hafa verið á villigötum allt frá því að bankakreppan hófst í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×