Innlent

Hæstiréttur þyngdi dóm fyrir manndráp af gáleysi

Karlmaður hlaut 9 mánaða fangelsisdóm í Hæstarétti í dag en sex mánuðir af þeim eru skilorðsbundnir. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa ekið bifreið langt yfir leyfðum hámarkshraða og án aðgæslu yfir á rangan vegarhelming miðað við hámarkshraða og án aðgæslu yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu. Afleiðingin varð sú að bifreiðin lenti í árekstri við bifreið sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að ökumaðru og farþegi þeirrar bifreiðar létust.

Áður hafði maðurinn hlotið sex mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi og var refsingin því þyngd í Hæstarétti.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að talið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi ekið á ofsahraða þegar slysið varð og ekkert væri fram komið um að það hafi mátt rekja til ástands bifreiðarinnar fyrir slysið eða aðstæðna á veginum.

Við mat á refsingu mannsins var tekið mið að því að háttsemi hans var stórkostlega háskaleg og olli dauða tveggja manna. Jafnframt var tekið tillit til ungs aldurs mannsins, þess að hann hafði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað, að hann hlaut sjálfur töluverða áverka við slysið og þess að ekki var víst að annar þeirra sem lést hafi verið með öryggisbelti spennt, en það kunni að hafa átt þátt í því að bani hlaust af.

Hann var einnig sviptur ökurétti í þrjú ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×