Innlent

Tókust á um orð ráðuneytisstjóra um álver

Fjármálaráðherra segir fjárhagslegan ávinning þjóðarinnar af álverum lítinn og kostnaðinn við að skapa hvert starf sem tengist þeim mun meiri en í annarri starfsemi. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag að álstarfsemin skilaði tugum milljarða í þjóðarbúiið og spurði ráðherrann hvar ætti að finna þau þúsundir starfa sem álverin sköpuðu.

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag, hvort hann tæki undir skoðanir nýráðins ráðuneytisstjóra sýns, Indriða G. Þorlákssonar, sem hefði fullyrt á bloggsíðu sinni að fjárhagslegur ávinningur þjóðarbúsins af álverum væri lítill. Hún sagði augljóst að ráðuneytisstjórinn hefði ekki skoðað heildarmyndina í þessum efnum.

Þorgerður sagði að Alcan á Íslandi hafi greitt 1.4 milljarð í tekjuskatt á seinasta ári sem hafi verið 3% af heildarupphæð ríkisins af tekjuskatti. Verslunarfyrirtæki hafi greitt rúmlega 4%

Þá sagði hún ótalinn hag þjóðarinnar af þeirri sérþekkingu sem álstarfsemin skapaði og fleira. Steingrímur sagði ráðuneytisstjórann sjálfan geta staðið fyrir sínum skoðunum. Hins vegar væri nettóarður af álstarfsemi lítill samkvæmt útreikningum sérfræðinga. Aðeins um 30 til 35 prósent af veltu þeirra yrði eftir í landinu.

Steingrímur sagði miður að aldrei hafi verið farið fram vönduð arðsemisgreining á starfsemi álvera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×