Innlent

Ólíklegt að framsóknarmenn styðji óbreytt seðlabankafrumvarp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Siv Friðleifsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Siv Friðleifsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
„Okkur líst almennt vel á frumvarp forsætisráðherra um breytingar á Seðlabankanum," segir Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún bendir á að frumvarpið svipi að talsverðu leyti til frumvarps um breytingar á bankanum sem Höskuldur Þórhallsson er fyrsti flutningsmaður að. „Það er hins vegar ólíklegt að framsóknarmenn muni samþykkja frumvarp forsætisráðherra óbreytt," segir Siv.

Hún bendir meðal annars á að framsóknarmenn telji að skilyrði um hæfiskröfur séu allt of þröng. Í stað þess að krafist verði meistaraprófs í hagfræði eingöngu eigi að krefjast meistaraprófs í hagfræði eða sambærilegrar menntunar auk viðtækrar reynslu úr bankastarfsemi og stjórnun peningamála. „Af því að eins og frumvarpið lítur út núna er eins og það sé skraddarasaumað fyrir einstakling eða einstaklinga. Það er að segja of þröngan hóp" segir Siv.

Hún bendir á að hvergi í nálægum löndum séu kröfur til seðlabankastjóra með þessum hætti. Það hljóti að koma til greina að skipa í starfið sérfræðinga með aðra menntun en hagfræði. „Ég á alveg eins von á að það náist samstaða um þessar breytingar," segir Siv.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×