Enski boltinn

Marlon King kærður fyrir kynferðislega árás

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marlon King lék með Watford á síðasta keppnistímabili.
Marlon King lék með Watford á síðasta keppnistímabili. Nordic Photos / Getty Images

Marlon King, leikmaður Wigan, hefur verið kærður af lögreglu fyrir kynferðislega árás sem mun hafa átt sér stað á næturklúbbi í byrjun desember.

Lögreglan handtók og yfirheyrði King vegna þessa þann 10. desember síðastliðinn. Konan hlaut mefverð á sjúkrahúsi vegna nefbrots og áverka á vörum en King mun koma fyrir rétt þann 25. febrúar næstkomandi.

King var í láni hjá Hull þegar að árásin átti sér stað en hann er nú í láni hjá Middlesbrough.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×