Lífið

Jóhanna er frambærileg kona

Jóhanna og pabbi hennar, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Jóhanna og pabbi hennar, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona er orðuð við framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum.

Vísir hafði samband við pabba Jóhönnu, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, til að forvitnast hvort hann væri að þrýsta á dóttur sína um að bjóða sig fram fyirr flokkinn.

„Fólk hefur verið að tala um það við mig að hún ætti að gefa kost á sér. Enda frambærileg kona," svarar Vilhjálmur.

Ert þú að þrýsta á hana að bjóða sig fram? „Nei ég hef ekki verið að þrýsta á hana. En það hafa ýmsir komið að máli við mig og ég hef bent þeim á að tala við hana sjálfa. Hún hefur ekki gefið eitt eða neitt upp í þeim efnum," svarar Vilhjálmur.

„En það er alltaf gott að geta látið gott af sér leiða," segir hann áður en kvatt er.

Ekki náðist í Jóhönnu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.