Innlent

Hátt í þúsund fengu íslenskt ríkisfang í fyrra

Alls fengu 979 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt á árinu 2008. Flestir þeirra sem fengu íslenskt ríkisfang voru pólskir ríkisborgarar, eða 166 talsins, 125 komu frá Filippseyjum og 106 frá Serbíu. Frá Taílandi kom 61 og 55 frá Víetnam. Þrjátíu og sjö Rússar fengu íslenskan ríkisborgararétt á árinu.

Flestir hinna nýju ríkisborgara eru á aldrinum 30- 39 ára eða 287. Börn undir tíu ára aldri voru 160. Af þeim 74 sem fengu ríkisfang samkvæmt öðrum greinum laganna má nefna 16 börn sem voru ættleidd af íslenskum foreldrum. Þá fengu 34 börn sem eiga íslenskan föður en erlenda móður og eru fædd erlendis ríkisborgararétt á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×