Innlent

Ryksprenging í fiskimjölsverksmiðju í Eyjum

Frá vettvangi í Vestmanneyjum.
Frá vettvangi í Vestmanneyjum. MYND/Gísli Óskarsson
Mikil ryksprenging varð í Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar í höfninni Vestmanneyjum fyrr í kvöld. Vitni segja bæinn hafa lýst upp en hvellurinn heyrðist víða.

Slökkvilið og lögregla ásamt sjúkrabíl fóru strax á staðinn því í fyrstu var óljóst hvað hafði átt sér stað. Mjöl mun hafa stíflast í vinnslurás og við það myndaðist yfirþrýstingur sem leiti til sprengingarinnar. Enginn slys urðu á mönnum né skemmdir á munum þótt hvellurinn hafi verið afar mikill.

Við sprenginguna myndaðist mikið reykhaf sem lagði yfir höfnina og vindur feykti að lokum upp, en hávaða rok er í Eyjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×