Erlent

Grunaður um að skjóta Ísraela

mynd úr safni

Lögregla í Óðinsvéum í Danmörku hefur handtekið mann af palestínskum uppruna sem grunaður er um að hafa skotið og sært tvo Ísraelsmenn í verslunarmiðstöð á gamlársdag.

Maðurinn, John Jacobsen, er 27 ára Dani fæddur í Líbanon en á palestínska foreldra. Hann hefur verið hnepptur í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Hann neitar að hafa skotið Ísraelsmennina en játar að hafa borið byssu í verslunarmiðstöðinni á gamlársdag.

Ísraelsmennirnir voru að selja hárvörur í sölustandi í verslunarmiðstöðinni þegar þeir voru skotnir, annar í handlegginn og hinn í fótinn. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en hvorugur særðist lífshættulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×