Lífið

Jordan sættir sig við skilnað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jordan og Andre þegar allt lék í lyndi.
Jordan og Andre þegar allt lék í lyndi.
Fyrirsætan Katie Price, eða Jordan eins og hún er líka kölluð, hefur sæst á flýtimeðferð á skilnaði sínum við Peter Andre og munu þau skilja innan sex vikna. Þetta segir slúðurblaðið News of the World.

Að sögn blaðsins hefur Jordan sætt sig við að hjónabandinu verður ekki bjargað og vill halda áfram að lifa lífinu. Hún mun hins vegar ekki gefa neitt eftir og ætlar að ná sem mestu af þeim 40 milljónum punda eða 8 milljörðum íslenskra króna af auði þeirra hjóna og hún getur.

Jordan og Andre eru bæði sögð mjög leið yfir skilnaðinum en þau telja þetta vera besta leikinn í stöðunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.