Innlent

Víðast hvar hálka og hálkublettir

Hálka og hálkublettir eru um land allt. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að hálkublettir eru á Sandskeiði og á Hellisheiði er hálka og éljagangur og hálka í Þrengslum. Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir á öllum leiðum. Hálka og éljagangur er á Holtavöðuheiði og þá er hálka á Bröttubrekku. Á Norðurlandi og Austurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Hálka og éljagangur er í Vatnsskarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×