Geislandi fegurð á ströndinni Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2009 06:00 Tuttugu og sjö stúlkur keppa um titilinn Ungfrú Ísland og hlýtur að vera bæði öfundsvert og ekki að sitja í dómnefndinni. En þar eru vanir menn. fréttablaðið/anton Ungfrú Ísland verður krýnd á Broadway annað kvöld en keppendurnir brugðu á leik í sólinni í Nauthólsvík í gær - ólíkt föngulegri hópur en þeir sem stundum sjást þar leggja stund á sjóböð. „Já, stóra stundin að renna upp. Rosaspenna og stress á sama tíma og þetta er ógeðslega gaman," segir Sylvía Dagmar Friðjónsdóttir - ein keppenda í Ungfrú Ísland keppninni. Ungfrú Ísland verður krýnd á Broadway á morgun og verður öllu til tjaldað. Sigurvegarinn mun í framhaldinu keppa í Miss World, Alexandra Helga Ívarsdóttir krýnir arftaka sinn, en hún keppti einmitt í Miss World í Suður-Afríku árið 2008 og var kjörin sportstúlka þeirrar keppni. Kynnir keppninnar verður Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Miss World árið 2005. Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á Skjá einum en í dómnefnd sitja sérstakir áhugamenn um kvenlega fegurð: Arnar Laufdal formaður, Guðrún Möller, framkvæmdastjóri Snyrtiakademíunnar, Elísabet Jónsdóttir skrifstofu- og markaðsstjóri Forvals, Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Pipars, Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri World Class, Heiðar Jónsson snyrtir og Karl Berndsen, förðunarfræðingur og dagskrárgerðarmaður. Að baki eru stífar æfingar sem hafa staðið í þrjár vikur. Ekki gaman að vera inni við æfingar í Broadway þegar brjáluð blíða er og því brá hópurinn á það ráð að skreppa í Nauthólsvík. „Við ákváðum að skella okkur í sólina," segir Sylvía sem lenti í 2. sæti í keppninni um Ungfrú Reykjavík. Segir að sú reynsla komi sér vel núna því hún sé ekki eins stressuð nú og þá. „Það sem stressar helst er að koma fram og að eitthvað klúður verði. Að maður detti eða eitthvað svoleiðis. Það hefur nefnilega komið fyrir," segir Sylvía. Hún stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi og spilar handbolta með meistaraflokki HK. Og stefnir á nám í fjölmiðlafræði í framtíðinni. Sylvía segir litla samkeppni innan hópsins, stelpurnar hafi smollið fáránlega vel saman og séu nú miklar vinkonur þótt þær hafi ekki þekkst áður. Fegurðarsamkeppnir hafa á stundum sætt mikilli gagnrýni meðal femínista en Sylvía segir þær ekki hafa orðið varar við það, það sé þá eitthvað tal í bakið á þeim því allir sem hún tali við um keppnina séu mjög jákvæðir. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Sjá meira
Ungfrú Ísland verður krýnd á Broadway annað kvöld en keppendurnir brugðu á leik í sólinni í Nauthólsvík í gær - ólíkt föngulegri hópur en þeir sem stundum sjást þar leggja stund á sjóböð. „Já, stóra stundin að renna upp. Rosaspenna og stress á sama tíma og þetta er ógeðslega gaman," segir Sylvía Dagmar Friðjónsdóttir - ein keppenda í Ungfrú Ísland keppninni. Ungfrú Ísland verður krýnd á Broadway á morgun og verður öllu til tjaldað. Sigurvegarinn mun í framhaldinu keppa í Miss World, Alexandra Helga Ívarsdóttir krýnir arftaka sinn, en hún keppti einmitt í Miss World í Suður-Afríku árið 2008 og var kjörin sportstúlka þeirrar keppni. Kynnir keppninnar verður Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Miss World árið 2005. Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á Skjá einum en í dómnefnd sitja sérstakir áhugamenn um kvenlega fegurð: Arnar Laufdal formaður, Guðrún Möller, framkvæmdastjóri Snyrtiakademíunnar, Elísabet Jónsdóttir skrifstofu- og markaðsstjóri Forvals, Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Pipars, Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri World Class, Heiðar Jónsson snyrtir og Karl Berndsen, förðunarfræðingur og dagskrárgerðarmaður. Að baki eru stífar æfingar sem hafa staðið í þrjár vikur. Ekki gaman að vera inni við æfingar í Broadway þegar brjáluð blíða er og því brá hópurinn á það ráð að skreppa í Nauthólsvík. „Við ákváðum að skella okkur í sólina," segir Sylvía sem lenti í 2. sæti í keppninni um Ungfrú Reykjavík. Segir að sú reynsla komi sér vel núna því hún sé ekki eins stressuð nú og þá. „Það sem stressar helst er að koma fram og að eitthvað klúður verði. Að maður detti eða eitthvað svoleiðis. Það hefur nefnilega komið fyrir," segir Sylvía. Hún stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi og spilar handbolta með meistaraflokki HK. Og stefnir á nám í fjölmiðlafræði í framtíðinni. Sylvía segir litla samkeppni innan hópsins, stelpurnar hafi smollið fáránlega vel saman og séu nú miklar vinkonur þótt þær hafi ekki þekkst áður. Fegurðarsamkeppnir hafa á stundum sætt mikilli gagnrýni meðal femínista en Sylvía segir þær ekki hafa orðið varar við það, það sé þá eitthvað tal í bakið á þeim því allir sem hún tali við um keppnina séu mjög jákvæðir.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Sjá meira