Í prufum fyrir þrjá söngleiki á Broadway Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 16. janúar 2009 08:00 Prófaður í þrjá stóra söngleiki. Velgengni söngleiksins um Trölla hefur vakið mikla athygli og Stefán Karl er nú kominn inn fyrir þröskuldinn á Broadway. Hann kemur til greina í stór hlutverk í þremur söngleikjum. Fréttablaðið/Valli Stefán Karl Stefánsson leikari er um þessar mundir í prufum fyrir þrjá stóra söngleiki á Broadway. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Stefán fengið lofsamlega dóma fyrir hlutverk sitt sem Trölli í söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum. Sú sýning hefur verið sýnd víða um Bandaríkin undanfarna mánuði og vakið mikla athygli. Stefán Karl nýtur nú góðs af þessari athygli. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta, ég er bara í prufum og þetta er allt óráðið," sagði Stefán í samtali við Fréttablaðið í gær. Stærstur söngleikjanna þriggja er án nokkurs vafa sá sem fjallar um ævintýri Peters Parker sem er betur þekktur sem Köngulóarmaðurinn. Stefán kemur þar til greina sem The Green Goblin. Söngleikurinn er sá fyrsti sem gerður er eftir myndasögu Marvel-fyrirtækisins og öllu verður tjaldað til við uppsetningu hans. Lög og textar eru eftir þá fóstbræður Bono og The Edge, aðalmennina í írsku stórhljómsveitinni U2. Hann verður að öllum líkindum dýrasti söngleikurinn í sögu Broadway, er sagður kosta yfir 50 milljónir dollara eða sex milljarða íslenskra króna. Ráðgert er að æfingar hefjist síðar á þessu ári og að hann verði frumsýndur árið 2010. Stefán hefur jafnframt verið prófaður í hlutverk hins valdasjúka ljóns Skara í söngleiknum Lion King. Teiknimyndin um ævintýri litla ljónsungans Simba fór sigurför um heiminn á sínum tíma og söngleikurinn hefur gengið fyrir fullu húsi á Broadway í nokkur ár. Þá hefur jafnframt komið til tals að Stefán taki að sér hlutverki í söngleiknum Billy Elliot sem einnig er byggður á samnefndri kvikmynd. Stefán er þó með báðar fætur á jörðinni þrátt fyrir gylliboðin. Veit af fenginni reynslu að hlutirnir eru fljótir að breytast í bandarískum skemmtanaiðnaði. Hann viðurkennir þó að frammistaða hans sem Trölli hafi opnað honum stærri dyr en hann bjóst við. „Þetta er bara margra ára vinna sem er þarna að skila sér og þetta hefst allt með litlum hænuskrefum. Sýningin gekk mjög vel, við seldum 125 þúsund miða á tveimur og hálfum mánuði," útskýrir Stefán en það er svipaður fjöldi og kemur í Þjóðleikhúsið á hverju ári og jafngildir miðasölu upp á 800 hundruð milljónir íslenskra króna. Stefán flutti nýverið ræðu á þrettándagleði Íslendingafélagsins í New York og talaði þar um nauðsyn þess að endurreisa orðspor Íslands út á við. Og listamenn væru ekkert undanskildir því verkefni. „Ísland þarf á smá andlitsupplyftingu og við sem erum að vinna úti í heimi verðum að átta okkur á mikilvægi þess að passa orðspor landsins." Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson leikari er um þessar mundir í prufum fyrir þrjá stóra söngleiki á Broadway. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Stefán fengið lofsamlega dóma fyrir hlutverk sitt sem Trölli í söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum. Sú sýning hefur verið sýnd víða um Bandaríkin undanfarna mánuði og vakið mikla athygli. Stefán Karl nýtur nú góðs af þessari athygli. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta, ég er bara í prufum og þetta er allt óráðið," sagði Stefán í samtali við Fréttablaðið í gær. Stærstur söngleikjanna þriggja er án nokkurs vafa sá sem fjallar um ævintýri Peters Parker sem er betur þekktur sem Köngulóarmaðurinn. Stefán kemur þar til greina sem The Green Goblin. Söngleikurinn er sá fyrsti sem gerður er eftir myndasögu Marvel-fyrirtækisins og öllu verður tjaldað til við uppsetningu hans. Lög og textar eru eftir þá fóstbræður Bono og The Edge, aðalmennina í írsku stórhljómsveitinni U2. Hann verður að öllum líkindum dýrasti söngleikurinn í sögu Broadway, er sagður kosta yfir 50 milljónir dollara eða sex milljarða íslenskra króna. Ráðgert er að æfingar hefjist síðar á þessu ári og að hann verði frumsýndur árið 2010. Stefán hefur jafnframt verið prófaður í hlutverk hins valdasjúka ljóns Skara í söngleiknum Lion King. Teiknimyndin um ævintýri litla ljónsungans Simba fór sigurför um heiminn á sínum tíma og söngleikurinn hefur gengið fyrir fullu húsi á Broadway í nokkur ár. Þá hefur jafnframt komið til tals að Stefán taki að sér hlutverki í söngleiknum Billy Elliot sem einnig er byggður á samnefndri kvikmynd. Stefán er þó með báðar fætur á jörðinni þrátt fyrir gylliboðin. Veit af fenginni reynslu að hlutirnir eru fljótir að breytast í bandarískum skemmtanaiðnaði. Hann viðurkennir þó að frammistaða hans sem Trölli hafi opnað honum stærri dyr en hann bjóst við. „Þetta er bara margra ára vinna sem er þarna að skila sér og þetta hefst allt með litlum hænuskrefum. Sýningin gekk mjög vel, við seldum 125 þúsund miða á tveimur og hálfum mánuði," útskýrir Stefán en það er svipaður fjöldi og kemur í Þjóðleikhúsið á hverju ári og jafngildir miðasölu upp á 800 hundruð milljónir íslenskra króna. Stefán flutti nýverið ræðu á þrettándagleði Íslendingafélagsins í New York og talaði þar um nauðsyn þess að endurreisa orðspor Íslands út á við. Og listamenn væru ekkert undanskildir því verkefni. „Ísland þarf á smá andlitsupplyftingu og við sem erum að vinna úti í heimi verðum að átta okkur á mikilvægi þess að passa orðspor landsins."
Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira