Í prufum fyrir þrjá söngleiki á Broadway Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 16. janúar 2009 08:00 Prófaður í þrjá stóra söngleiki. Velgengni söngleiksins um Trölla hefur vakið mikla athygli og Stefán Karl er nú kominn inn fyrir þröskuldinn á Broadway. Hann kemur til greina í stór hlutverk í þremur söngleikjum. Fréttablaðið/Valli Stefán Karl Stefánsson leikari er um þessar mundir í prufum fyrir þrjá stóra söngleiki á Broadway. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Stefán fengið lofsamlega dóma fyrir hlutverk sitt sem Trölli í söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum. Sú sýning hefur verið sýnd víða um Bandaríkin undanfarna mánuði og vakið mikla athygli. Stefán Karl nýtur nú góðs af þessari athygli. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta, ég er bara í prufum og þetta er allt óráðið," sagði Stefán í samtali við Fréttablaðið í gær. Stærstur söngleikjanna þriggja er án nokkurs vafa sá sem fjallar um ævintýri Peters Parker sem er betur þekktur sem Köngulóarmaðurinn. Stefán kemur þar til greina sem The Green Goblin. Söngleikurinn er sá fyrsti sem gerður er eftir myndasögu Marvel-fyrirtækisins og öllu verður tjaldað til við uppsetningu hans. Lög og textar eru eftir þá fóstbræður Bono og The Edge, aðalmennina í írsku stórhljómsveitinni U2. Hann verður að öllum líkindum dýrasti söngleikurinn í sögu Broadway, er sagður kosta yfir 50 milljónir dollara eða sex milljarða íslenskra króna. Ráðgert er að æfingar hefjist síðar á þessu ári og að hann verði frumsýndur árið 2010. Stefán hefur jafnframt verið prófaður í hlutverk hins valdasjúka ljóns Skara í söngleiknum Lion King. Teiknimyndin um ævintýri litla ljónsungans Simba fór sigurför um heiminn á sínum tíma og söngleikurinn hefur gengið fyrir fullu húsi á Broadway í nokkur ár. Þá hefur jafnframt komið til tals að Stefán taki að sér hlutverki í söngleiknum Billy Elliot sem einnig er byggður á samnefndri kvikmynd. Stefán er þó með báðar fætur á jörðinni þrátt fyrir gylliboðin. Veit af fenginni reynslu að hlutirnir eru fljótir að breytast í bandarískum skemmtanaiðnaði. Hann viðurkennir þó að frammistaða hans sem Trölli hafi opnað honum stærri dyr en hann bjóst við. „Þetta er bara margra ára vinna sem er þarna að skila sér og þetta hefst allt með litlum hænuskrefum. Sýningin gekk mjög vel, við seldum 125 þúsund miða á tveimur og hálfum mánuði," útskýrir Stefán en það er svipaður fjöldi og kemur í Þjóðleikhúsið á hverju ári og jafngildir miðasölu upp á 800 hundruð milljónir íslenskra króna. Stefán flutti nýverið ræðu á þrettándagleði Íslendingafélagsins í New York og talaði þar um nauðsyn þess að endurreisa orðspor Íslands út á við. Og listamenn væru ekkert undanskildir því verkefni. „Ísland þarf á smá andlitsupplyftingu og við sem erum að vinna úti í heimi verðum að átta okkur á mikilvægi þess að passa orðspor landsins." Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson leikari er um þessar mundir í prufum fyrir þrjá stóra söngleiki á Broadway. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Stefán fengið lofsamlega dóma fyrir hlutverk sitt sem Trölli í söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum. Sú sýning hefur verið sýnd víða um Bandaríkin undanfarna mánuði og vakið mikla athygli. Stefán Karl nýtur nú góðs af þessari athygli. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta, ég er bara í prufum og þetta er allt óráðið," sagði Stefán í samtali við Fréttablaðið í gær. Stærstur söngleikjanna þriggja er án nokkurs vafa sá sem fjallar um ævintýri Peters Parker sem er betur þekktur sem Köngulóarmaðurinn. Stefán kemur þar til greina sem The Green Goblin. Söngleikurinn er sá fyrsti sem gerður er eftir myndasögu Marvel-fyrirtækisins og öllu verður tjaldað til við uppsetningu hans. Lög og textar eru eftir þá fóstbræður Bono og The Edge, aðalmennina í írsku stórhljómsveitinni U2. Hann verður að öllum líkindum dýrasti söngleikurinn í sögu Broadway, er sagður kosta yfir 50 milljónir dollara eða sex milljarða íslenskra króna. Ráðgert er að æfingar hefjist síðar á þessu ári og að hann verði frumsýndur árið 2010. Stefán hefur jafnframt verið prófaður í hlutverk hins valdasjúka ljóns Skara í söngleiknum Lion King. Teiknimyndin um ævintýri litla ljónsungans Simba fór sigurför um heiminn á sínum tíma og söngleikurinn hefur gengið fyrir fullu húsi á Broadway í nokkur ár. Þá hefur jafnframt komið til tals að Stefán taki að sér hlutverki í söngleiknum Billy Elliot sem einnig er byggður á samnefndri kvikmynd. Stefán er þó með báðar fætur á jörðinni þrátt fyrir gylliboðin. Veit af fenginni reynslu að hlutirnir eru fljótir að breytast í bandarískum skemmtanaiðnaði. Hann viðurkennir þó að frammistaða hans sem Trölli hafi opnað honum stærri dyr en hann bjóst við. „Þetta er bara margra ára vinna sem er þarna að skila sér og þetta hefst allt með litlum hænuskrefum. Sýningin gekk mjög vel, við seldum 125 þúsund miða á tveimur og hálfum mánuði," útskýrir Stefán en það er svipaður fjöldi og kemur í Þjóðleikhúsið á hverju ári og jafngildir miðasölu upp á 800 hundruð milljónir íslenskra króna. Stefán flutti nýverið ræðu á þrettándagleði Íslendingafélagsins í New York og talaði þar um nauðsyn þess að endurreisa orðspor Íslands út á við. Og listamenn væru ekkert undanskildir því verkefni. „Ísland þarf á smá andlitsupplyftingu og við sem erum að vinna úti í heimi verðum að átta okkur á mikilvægi þess að passa orðspor landsins."
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira