Innlent

Harmar afstöðu dómsmálaráðherra til aldurstakmarka kjörforeldra

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra.
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra.

Formaður Íslenskrar ættleiðingar segir það vonbrigði að dómsmálaráðherra ætli ekki að endurskoða aldurstakmörk fyrir verðandi kjörforeldra.

Í fréttariti Íslenskrar ættleiðingar er greint frá fundi félagsins með Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Í ritinu er greint frá því að á fundinum hafi ríkt jákvætt andrúmsloft og bjartsýni. Einnig er þess getið að Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hafi greinilega gefið sér tíma til að setja sig vel inn í þennan málaflokk. Hinu beri þó ekki að leyna að ráðherrann gaf engan ádrátt um að breyta reglum um aldursmörk fyrir verðandi kjörforeldra.

„Þessi afstaða ráðherrans er vissulega vonbrigði því mörgum þykja þessar reglur of þröngar," segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar. „Ég bind því miklar vonir við að dómsmálaráðherra hlutist til um aðrar lagfæringar á reglunum, svo sem eins og líftíma forsamþykkis og það hvenær í umsóknarferlinu verði tekið mið af aldri umsækjenda."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×