Sigmar í Moskvu: Það gengur allt rosalega vel 13. maí 2009 12:01 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir komst áfram upp úr fyrri undanúrslitariðlinum í Eurovision og tekur því þátt í úrslitakvöldinu sem fer fram á laugardaginn í Moskvu. MYNDIR/FRÉTTABLAÐIÐ. „Hún er bara rosa góð. Fólk fór ekki í háttinn fyrrr en klukkan sjö átta að morgni. En það voru engin brjáluð læti," segir Sigmar Guðmundsson sjónvarpssmaður sem lýsir keppninni fyrir landanum aðspurður hvernig stemningin er hjá hópnum í Moskvu. „Þú sérð það að keppnin var ekki búin fyrr en klukkan tvö í nótt. Við vöknuðum í hádeginu og fólk er búið að melta þetta og allir rosa ánægðir," segir Sigmar. Það var uppgjafartónn í þér í gær! „Já ég var eiginlega orðinn mjög svartsýnn. Sérstaklega þegar tvær þjóðir voru eftir. Ég vissi að Armenía kæmist áfram." „Það hefði nú verið skrýtið ef við hefðum ekki komist áfram ef við hugsum þetta út frá gæði laganna." „Það hefur verið mikill meðbyr með laginu síðustu tvo daga eftir að rennslin hófust. Annars var flest allt eftir bókinni í þessum riðli. Fátt sem kom á óvart," segir Sigmar. Hvað með þig sjálfan. Hvernig gengur? „Bara vel. Þetta er brjáluð vinna og maður er bara á þeytingi frá morgni til kvölds en þetta er ógeðslega gaman. Það er verið að renna keppninni tvisvar í dag, þ.e. seinni úrslitin. Ég er að horfa á þetta og skrifa handrit," segir Sigmar. Hvernig fílar þú Moskvu? „Ég er ekki búinn að sjá neitt brjálæðislega mikið af henni en er hrifinn af því sem ég hef séð. Þetta er bjálæðislega stór borg. Við erum búin að sjá svo pínulítinn hluta. Ég myndi nú gjarnan vilja hafa einn til tvo daga en það er ekki í boði. Þetta er þétt keyrsla. En ég er búinn að sjá Rauða torgið, segir Sigmar. Ertu mikið einn? "Já svolítið. Er mikið einn upp í klefanum á meðan að rennslin eru öll í gangi. Svo er ég í blaðmannamiðstöðinnni með fleiri Rúvurum." Hittir þú Jóhönnu og fylgdarlið? "Já við förum út að borða á kvöldin og hittum þau baksviðs og á morgnana þegar við erum að fara af stað." „Við höldum svolitíð hópinn og setjumst saman niður á hótelbarnum á kvöldin og höfum það gaman." Sigrum við? „Nei. Ég held að Noregur vinni. Það kæmi mér mjög á óvart ef Noregur sigrar ekki," svaraði Sigmar. „Það er rosa gott hljóðið í öllum Íslendingunum. Það gengur allt rosalega vel núna. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er miklu meiri stemning fyrir laginu núna en áður," segir Sigmar sem hefur farið fjórum sinnum út með íslenska Eurovision hópnum á vegum RUV. „En ég veit ekkert hvað það þýðir á laugardaginn. Ég leyfi mér að vera ágætlega bjartsýnn núna. Ég segi að við verðum pottþétt í topp 10." Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Hún er bara rosa góð. Fólk fór ekki í háttinn fyrrr en klukkan sjö átta að morgni. En það voru engin brjáluð læti," segir Sigmar Guðmundsson sjónvarpssmaður sem lýsir keppninni fyrir landanum aðspurður hvernig stemningin er hjá hópnum í Moskvu. „Þú sérð það að keppnin var ekki búin fyrr en klukkan tvö í nótt. Við vöknuðum í hádeginu og fólk er búið að melta þetta og allir rosa ánægðir," segir Sigmar. Það var uppgjafartónn í þér í gær! „Já ég var eiginlega orðinn mjög svartsýnn. Sérstaklega þegar tvær þjóðir voru eftir. Ég vissi að Armenía kæmist áfram." „Það hefði nú verið skrýtið ef við hefðum ekki komist áfram ef við hugsum þetta út frá gæði laganna." „Það hefur verið mikill meðbyr með laginu síðustu tvo daga eftir að rennslin hófust. Annars var flest allt eftir bókinni í þessum riðli. Fátt sem kom á óvart," segir Sigmar. Hvað með þig sjálfan. Hvernig gengur? „Bara vel. Þetta er brjáluð vinna og maður er bara á þeytingi frá morgni til kvölds en þetta er ógeðslega gaman. Það er verið að renna keppninni tvisvar í dag, þ.e. seinni úrslitin. Ég er að horfa á þetta og skrifa handrit," segir Sigmar. Hvernig fílar þú Moskvu? „Ég er ekki búinn að sjá neitt brjálæðislega mikið af henni en er hrifinn af því sem ég hef séð. Þetta er bjálæðislega stór borg. Við erum búin að sjá svo pínulítinn hluta. Ég myndi nú gjarnan vilja hafa einn til tvo daga en það er ekki í boði. Þetta er þétt keyrsla. En ég er búinn að sjá Rauða torgið, segir Sigmar. Ertu mikið einn? "Já svolítið. Er mikið einn upp í klefanum á meðan að rennslin eru öll í gangi. Svo er ég í blaðmannamiðstöðinnni með fleiri Rúvurum." Hittir þú Jóhönnu og fylgdarlið? "Já við förum út að borða á kvöldin og hittum þau baksviðs og á morgnana þegar við erum að fara af stað." „Við höldum svolitíð hópinn og setjumst saman niður á hótelbarnum á kvöldin og höfum það gaman." Sigrum við? „Nei. Ég held að Noregur vinni. Það kæmi mér mjög á óvart ef Noregur sigrar ekki," svaraði Sigmar. „Það er rosa gott hljóðið í öllum Íslendingunum. Það gengur allt rosalega vel núna. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er miklu meiri stemning fyrir laginu núna en áður," segir Sigmar sem hefur farið fjórum sinnum út með íslenska Eurovision hópnum á vegum RUV. „En ég veit ekkert hvað það þýðir á laugardaginn. Ég leyfi mér að vera ágætlega bjartsýnn núna. Ég segi að við verðum pottþétt í topp 10."
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira