Lífið

Tæknimennirnir í Eurovision vissir um sigur Jóhönnu

Jóhanna Guðrún á sviðinu í Moskvu.
Jóhanna Guðrún á sviðinu í Moskvu.
Fyrirtækið M&M production management sér um tæknilegu hliðina í Eurovisionkeppninni í ár. Segja má að þeir sem að því standa hafi staðið sig gríðarlega vel í gær enda var sviðsmyndin stórglæsileg. Starfsmennirnir á bak við tjöldin halda úti bloggsíðu þar sem þeir ræða um keppnina. Í færslu sem skrifuð er í gær er höfundur hennar nokkuð viss um hvar þeir verði á næsta ári. „Við förum til Íslands á næsta ári."

Í færslunni segir að það hafi verið að minnsta kosti tvö lönd sem ekki hafi farið áfram í gær sem höfundru færslunnar var alveg VISS um að kæmust áfram. Hann segir það kannski vera hluta af þessar yndislegu keppni, maður viti aldrei hvað gerist.

„En það er eitt sem ég er nokkuð viss um. Við förum til Íslands á næsta ári," skrifar hann.

Síðan segir neðar í færslunni undir mynd af Jóhönnu Guðrúnu og greinarhöfundi.

„Það frábæra við þessa síðu er að ég þarf ekki alltaf að gæta jafnræðis. Og þess vegna get ég nú sagt ykkur hver muni vinna þessa keppni. Is it true? Já! Yohanna frá Íslandi mun negla þetta, það er á hreinu. Treystið mér, stjarna er fædd!."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.