Sagði Kjartan gáfaðan og uppskar gagnrýni 7. apríl 2009 12:26 Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar. MYND/ Valgarður Gíslason Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagði Kjartan Ólafsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, meðal rökföstustu og gáfuðustu snillinga á þingi í umræðum um störf Alþingis í dag. Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndu Mörð fyrir orðin. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í umhverfisnefnd mynduðu meirihluta í gærkvöldi þegar þingsályktunartillaga um hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum var afgreidd út úr nefndinni.Vitleysisfrumvarp Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemd við það í upphafi þingfundar í dag að meirihlutinn hafi kallað eftir fundi í umhverfisnefnd í fimm daga til að ræða þingsályktunartillöguna. Mörður sagði hryllilegt að Árni hafi haft miklar áhyggjur af fundartíðni í umhverfisnefnd. Jafnframt kallaði hann tillöguna vitleysisfrumvarp og sagði það vera tillögu meirihluta þingmanna um frekari mengun og samninga sem ekki standist. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sagði nefndina hafa fjallað um þingsályktunartillöguna með eðlilegum hætti. Hann sagði jafnframt að tillagana væri óþarfi.Brýnt að virða vilja meirihlutans Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður utan flokka, sagði brýnt að virða vilja meirihluta Alþingis. Það olli honum vonbrigðum að þingmenn sem áður gagnrýndu meirihlutann fyrir valdhroka hagi sér nokkrum vikum síðar alveg eins og þeir sem þeir gagnrýndu áður.Siv segir að Mörður eigi að skammast sín Íslenska ákvæðið er umhverfisvænt, að sögn Sivjar Friðleifsdóttur þingflokksformanns Framsóknarflokksins. „Það er betra fyrir lofthjúpinn að samþykja svona ákvæði heldur en ekki. Þetta er það einfalt að það blasir við öllum." Hún sagði að Mörður ætti að skammast fyrir að segja að tillagan væri vitleysisfrumvarp. Þá sagði Siv Mörð vega að Kjartani sem hafi staðið sig vel. Hún sagði greinilegt að málflutningur Kjartans og fleiri vera það öflugan að Mörður kjósi að niðurlægja þingmenn í röðum. „Bæði Kjartan og Ólafsson og alla þá sem standa að tillögunni og það er meirihluti þingmanna. Ég tel að Mörður Árnason ætti að skammast sín," sagði Siv.Þingmenn kippa sér ekki við ummæli Marðar Hugsunin að baki þingsályktunartillögunni er ábyrg stefna íslenskra stjórnvalda vegna þess að hún er ekki einungis góð fyrir Ísland heldur allan heiminn, að sögn Illuga Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Illugi sagðist tak undir með öðrum þingmönnum varðandi ummæli Marðar og sagði þau ekki smekkleg. „Ég held það sé nú svo að hér í þessum þingsal að menn kippa sér ekki upp við slík ummmæli háttvirts þingmanns. Hann hefur vakið athygli hér í þingsölum fyrir ummæli af þessum toga." Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagði Kjartan Ólafsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, meðal rökföstustu og gáfuðustu snillinga á þingi í umræðum um störf Alþingis í dag. Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndu Mörð fyrir orðin. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í umhverfisnefnd mynduðu meirihluta í gærkvöldi þegar þingsályktunartillaga um hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum var afgreidd út úr nefndinni.Vitleysisfrumvarp Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemd við það í upphafi þingfundar í dag að meirihlutinn hafi kallað eftir fundi í umhverfisnefnd í fimm daga til að ræða þingsályktunartillöguna. Mörður sagði hryllilegt að Árni hafi haft miklar áhyggjur af fundartíðni í umhverfisnefnd. Jafnframt kallaði hann tillöguna vitleysisfrumvarp og sagði það vera tillögu meirihluta þingmanna um frekari mengun og samninga sem ekki standist. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sagði nefndina hafa fjallað um þingsályktunartillöguna með eðlilegum hætti. Hann sagði jafnframt að tillagana væri óþarfi.Brýnt að virða vilja meirihlutans Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður utan flokka, sagði brýnt að virða vilja meirihluta Alþingis. Það olli honum vonbrigðum að þingmenn sem áður gagnrýndu meirihlutann fyrir valdhroka hagi sér nokkrum vikum síðar alveg eins og þeir sem þeir gagnrýndu áður.Siv segir að Mörður eigi að skammast sín Íslenska ákvæðið er umhverfisvænt, að sögn Sivjar Friðleifsdóttur þingflokksformanns Framsóknarflokksins. „Það er betra fyrir lofthjúpinn að samþykja svona ákvæði heldur en ekki. Þetta er það einfalt að það blasir við öllum." Hún sagði að Mörður ætti að skammast fyrir að segja að tillagan væri vitleysisfrumvarp. Þá sagði Siv Mörð vega að Kjartani sem hafi staðið sig vel. Hún sagði greinilegt að málflutningur Kjartans og fleiri vera það öflugan að Mörður kjósi að niðurlægja þingmenn í röðum. „Bæði Kjartan og Ólafsson og alla þá sem standa að tillögunni og það er meirihluti þingmanna. Ég tel að Mörður Árnason ætti að skammast sín," sagði Siv.Þingmenn kippa sér ekki við ummæli Marðar Hugsunin að baki þingsályktunartillögunni er ábyrg stefna íslenskra stjórnvalda vegna þess að hún er ekki einungis góð fyrir Ísland heldur allan heiminn, að sögn Illuga Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Illugi sagðist tak undir með öðrum þingmönnum varðandi ummæli Marðar og sagði þau ekki smekkleg. „Ég held það sé nú svo að hér í þessum þingsal að menn kippa sér ekki upp við slík ummmæli háttvirts þingmanns. Hann hefur vakið athygli hér í þingsölum fyrir ummæli af þessum toga."
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira