Enski boltinn

Zola ánægður með nýja samninginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gianfranco Zola.
Gianfranco Zola. Nordic Photos/Getty Images

Gianfranco Zola, stjóri West Ham, leyfði sér að brosa í gær þó svo hans menn hefðu tapað leiknum gegn Chelsea. Hann er nefnilega búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið.

„Ég er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning og er afar hamingjusamur með það. Hér er mjög spennandi verkefni í gangi og uppbygging sem lofar góðu," sagði Zola.

„Ég er algjörlega skuldbundinn þessu verkefni og mun leggja hart að mér til þess að láta þetta verkefni ganga upp," sagði hinn smái en knái Ítali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×