Erlent

Ritskoðunarforrit þegar í 500.000 kínverskum tölvum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Reuters

Ritskoðunarforritið Green Dam er nú þegar í rúmlega 500.000 tölvum í Kína þrátt fyrir að stjórnvöld þar í landi hafi á síðustu stundu frestað gildistöku reglugerðar sem skyldar Kínverja til að hafa forritið í tölvum sínum. Það hindrar aðgang að klámi og pólitísku efni sem kínversk stjórnvöld telja óæskilegt auk þess sem það getur sent yfirvöldum skýrslu um netnotkun tölvueigandans. Tölvuframleiðendurnir Sony og Lenovo hafa þegar tekið að selja tölvur með forritinu í Kína en það hefur verið gagnrýnt af tölvunarfræðingum við háskólann í Michigan þar sem það getur auðveldað tölvuþrjótum að brjóta sér leið inn í tölvur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×