Innlent

Íslandshreyfingin stefnir á þingframboð

Forsvarsmenn Íslandshreyfingarinnar á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í mars 2007.
Forsvarsmenn Íslandshreyfingarinnar á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í mars 2007.
„Eins og staðan lítur út núna stefnum við að framboði í öllum kjördæmum og miðum okkar starf við það,“ segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, aðspurður hvort að flokkurinn muni bjóða fram í næstu þingkosningum. Í kosningunum vorið 2007 hlaut flokkurinn 3,3% fylgi og engan mann kjörinn.

Flokkurinn lagði höfuðáherslu á umhverfisvernd. „Sennilegra verður erfiðara nú að leggja áherslu á umhverfismál vegna þess að erum að tala fyrir munn milljóna Íslendinga sem eiga eftir að eiga heima í þessu landi en það er eins og fólk virðist ekki hafa áhuga á framtíðinni. Flestir hugsa um hvernig þeira geta bjargað sínu skinni núna,“ segir Ómar.

Íslandshreyfingin skuldar enn eftir seinustu kosningabaráttu. „Við höfum ekkert að bjóða nema okkur sjálf. Við erum undir það búin að heyja kosningabaráttu sem kostar ekki neitt.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×