Innlent

Margt þarf að skoða í tengslum við bankahrunið

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, boðaði til blaðamannafundar í dag og kynnti starfsemi embættisins. Auk Ólafs hafa fjórir verið ráðnir: þeir Grímur Grímsson , Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, og Sveinn Ingiberg Magnússon og Sigurður Tómas Magnússon. Þeir hófu störf í síðustu viku og gera ráð fyrir að funda nánar með samstarfsaðilum sínum, s.s. ríkisskattstjóra og fjármálaeftirlitinu í þessari viku.

,,Að fyrstu fundum að ætla eru mörg atriði sem við teljum að þurfi að skoða," segir Ólafur Þór.

Sérstakt ákvæði um uppljóstrara er í lögum um sérstakan ríkissaksóknara. Samkvæmt því getur sá sem lætur lögreglu eða saksóknara í té upplýsingar sloppið við ákæru, þrátt fyrir að upplýsingarnar leiði líkur að broti hans sjálfs. Búið er að opna vefsvæðið serstakursaksoknari.is þar sem hægt er að senda inn ábendingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×