Enski boltinn

Valencia frá í þrjár vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Antonio Valencia í leik með Wigan.
Antonio Valencia í leik með Wigan. Nordic Photos / Getty Images

Antonio Valencia verður frá næstu þrjár vikurnar eftir að hann meiddist í leik Wigan og Fulham um helgina.

Valencia meiddist fyrst í leik Wigan gegn Manchester City í síðasta mánuði og missti hann af næstu tveimur leikjum Wigan vegna þess. Steve Bruce ákvað svo að láta hann spila gegn Fulham þar sem meiðslin tóku sig upp.

Bruce játaði því að um mistök hefði verið að ræða. „Við seinkuðum bataferlinu um tvær til þrjár vikur. Antonio æfði í vikunni fyrir leik og hélt að hann væri leikfær en það þarf alltaf að fara varlega í slíkum meiðslum," sagði Bruce en Valencia er meiddur í vöðva aftan í læri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×