Lífið

Ráðherrar VG ætla að virkja fæturna

Ögmundur og Steingrímur nýttu sér góða veðrið og gengu til Alþingis á föstudaginn.
Fréttablaðið/GVA
Ögmundur og Steingrímur nýttu sér góða veðrið og gengu til Alþingis á föstudaginn. Fréttablaðið/GVA

Þegar fjórir nýir Vinstri grænir ráðherrar settust í ylvolga stólana fylgdu ráðherrabílar og einkabílstjórar með. Ráðherrarnir ætla allir að nýta sér fríðindin en með mismunandi hætti þó. Göngutúrar eru þeim ofarlega í huga.

„Ég hef nú ekki leitt mikið hugann að þessu ennþá. Þar sem ég gegni tveimur ráðuneytum eru tveir fastráðnir bílstjórar og einhverjir bílar til staðar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon sem er bæði fjármálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Ég mun ugglaust nota bíl og bílstjóra eitthvað en gjarnan líka keyra sjálfur,“ bætir Steingrímur við.

„Bíll og bílstjóri munu áfram nýtt í þágu ráðuneytis, stundum undir sjálfan mig, stundum undir aðra,“ segir heilbrigðisráðherra Ögmundur Jónasson. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sér líka fram á einhvers konar blöndu. „Ég er stoltur eigandi Nissan Almera, árgerð "99, sem er mín einkabifreið.“ Audi A6-bifreið ráðuneytisins er því mikil breyting í hennar bílamálum. „Ég geng reyndar sem oftast í vinnuna og ætla að reyna að halda því áfram.“

Flunkunýr umhverfisráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, fær Lexus RX400H, svokallaðan blendingsbíl, til afnota. Hún nýtir sér hann. „Ég mun hins vegar einnig leitast við að halda í þær góðu venjur sem ég hef komið mér upp, sem er að ganga mikið og hjóla milli staða.“- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.