Innlent

Tryggingagjaldshækkun leggst þungt á sveitarfélögin

Halldór Halldórsson
Halldór Halldórsson

„Vissulega mun þetta hafa töluverð áhrif og leggjast þungt á sveitarfélögin," segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga um fyrirhugaða tryggingargjaldshækkun.

Laun eru helstu útgjöld sveitarfélaga. Þau nema að jafnaði um helmingi allra útgjalda en eru sums staðar allt upp í 80 prósent.

„Við vitum ekki hvað þetta verður mikil hækkun og vitum heldur ekki hvernig við tökumst á við hana," segir Halldór. Ljóst megi þó vera að útgjaldaaukningunni verði ekki mætt öðruvísi en með frekari hagræðingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×