Erlent

Afganistan: Fjórir hermenn látnir eftir árásir uppreisnarmanna

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Hermenn í Afganistan.
Hermenn í Afganistan.
Fjórir hermenn frá Vesturlöndum hafa látist í árásum uppreisnarmanna í Afganistan í dag.

Þrír Bandaríkjamenn létust við vegasprengju sunnarlega í landinu og franskur hermaður var drepinn í skotbardögum eftir fyrirsátur norðan við höfuðborgina Kabúl.

Síðastliðinn júlímánuður var sá mannskæðasti í Afganistan frá því árið 2001, þegar innrás bandamanna hófst.

74 létust í mánuðinum, þar af 43 Bandaríkjamenn.

Ofbeldi hefur aukist í landinu í aðdraganda forsetakosninganna 20. ágúst næstkomandi, en Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda liðssstyrk upp á 21 þúsund hermenn til landsins fyrir lok árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×