Innlent

Jóhanna flytur stefnuræðu í kvöld

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Mynd/Valgarður Gíslason
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið munu fulltrúar allra þingflokka taka til máls og taka þátt í umræðum um stefnuræðuna. Þráinn Bertelsson, sem er utan þingflokka, talar síðastur í fyrstu umferð en umræðurnar skiptast í þrjár umferðir.

Jóhanna hefur 20 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 12 mínútur í fyrstu umferð. Í annarri umferð hafa þingflokkarnir 6 mínútur en í þeirri þriðju 5 mínútur hver þingflokkur. Þráinn talar síðastur í fyrstu umferð og hefur 6 mín.

Röð flokkanna er er þess: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, Framsóknarflokkur og Hreyfingin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×