Innlent

Andlega veikur maður rispaði á annan tug bíla

Nafn Hitlers var grafið í lakk þessa bíls í Sólheimium í síðustu viku. Mynd/ Stefán.
Nafn Hitlers var grafið í lakk þessa bíls í Sólheimium í síðustu viku. Mynd/ Stefán.
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skemmdarverkum á bílum í austurborginni í síðustu viku er að mestu lokið. Á annan tug bíla varð fyrir barðinu á skemmdarvargi sem rispaði þá talsvert. Spellvirkinn reyndist vera karl á þrítugsaldri sem glímt hefur við andleg veikindi. Hann hefur verið færður á viðeigandi stofnun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×