Skrifar ástarbréf fyrir orkufyrirtækin 5. október 2009 02:30 Fjármálaráðherra hefur liðkað fyrir fjármögnun álvers við Helguvík og virkjana því tengdu. Hann segir þó nokkuð skorta upp á að fjármögnun sé lokið.fréttablaðið/gva Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur ritað meðmælabréf fyrir HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur til erlendra fjárfesta. Bréf af þessu tagi eru gjarnan nefnd ástarbréf og er ætlað að liðka til fyrir fjárfestingum hérlendis. Steingrímur staðfestir þetta en vill að öðru leyti lítið tjá sig um efni bréfanna. Ráðherra segir eðlilegt að aðstoða við fjármögnun við þær aðstæður sem nú eru uppi. Fjármálamarkaður sé í frosti og því sé eðlilegt að liðka fyrir. „Það stendur allt sem við höfum sagt að við styðjum og greiðum götu þeirra framkvæmda sem ákveðnar höfðu verið áður en við komum í ríkisstjórn. Þá erum við áhugasöm um að skoða ný verkefni,“ segir Steingrímur. Sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir tengdar álverinu í Helguvík þurfi ekki að fara í sameiginlegt umhverfismat hefur verið nokkuð gagnrýnd, ekki síst af fulltrúum atvinnulífsins. Hafa þeir sakað ráðherra um að bregða fæti fyrir verkefnið og það stangist á við stöðugleikasáttmálann. Steingrímur segir að menn ættu frekar að huga að fjármögnuninni. „Vandamálið hefur fyrst og fremst verið að fjármögnun er í frosti. Tafir á verkefninu er ekki neinu öðru um að kenna.“ Hann segir umhverfisráðherra einfaldlega hafa heimilað frekari skoðun málsins og óskað eftir frekari gögnum. Engin efnisleg afstaða sé tekin til málsins og ekki ætti að taka langan tíma til að skoða málið, kannski mánuð. Aðrar ástæður valdi töfum; það vanti upp á fjármögnun bæði virkjunar og álvers. Samkvæmt stöðugleikasáttmálanum á ýmsum áföngum að hafa verið náð 1. nóvember, stýrivextir komnir í eins stafs tölu, losað hafi verið um gjaldeyrishömlur og hindrunum í vegi álvers í Helguvík hrint úr vegi, svo eitthvað sé nefnt. Steingrímur segir ýmislegt hafa gengið eftir sem samið var um í sáttmálanum. Ákveðnir hlutir hafi tafist, svo sem vaxtalækkun, vegna Icesave. „Ég held að það væri mikið glapræði að gefa sér fyrirfram að menn væru betur settir með því að segja upp kjarasamningum eða auka á óstöðugleikann með því að stefna því mikilvæga samstarfi sem náðist á milli ríkis, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðar í hættu.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur ritað meðmælabréf fyrir HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur til erlendra fjárfesta. Bréf af þessu tagi eru gjarnan nefnd ástarbréf og er ætlað að liðka til fyrir fjárfestingum hérlendis. Steingrímur staðfestir þetta en vill að öðru leyti lítið tjá sig um efni bréfanna. Ráðherra segir eðlilegt að aðstoða við fjármögnun við þær aðstæður sem nú eru uppi. Fjármálamarkaður sé í frosti og því sé eðlilegt að liðka fyrir. „Það stendur allt sem við höfum sagt að við styðjum og greiðum götu þeirra framkvæmda sem ákveðnar höfðu verið áður en við komum í ríkisstjórn. Þá erum við áhugasöm um að skoða ný verkefni,“ segir Steingrímur. Sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir tengdar álverinu í Helguvík þurfi ekki að fara í sameiginlegt umhverfismat hefur verið nokkuð gagnrýnd, ekki síst af fulltrúum atvinnulífsins. Hafa þeir sakað ráðherra um að bregða fæti fyrir verkefnið og það stangist á við stöðugleikasáttmálann. Steingrímur segir að menn ættu frekar að huga að fjármögnuninni. „Vandamálið hefur fyrst og fremst verið að fjármögnun er í frosti. Tafir á verkefninu er ekki neinu öðru um að kenna.“ Hann segir umhverfisráðherra einfaldlega hafa heimilað frekari skoðun málsins og óskað eftir frekari gögnum. Engin efnisleg afstaða sé tekin til málsins og ekki ætti að taka langan tíma til að skoða málið, kannski mánuð. Aðrar ástæður valdi töfum; það vanti upp á fjármögnun bæði virkjunar og álvers. Samkvæmt stöðugleikasáttmálanum á ýmsum áföngum að hafa verið náð 1. nóvember, stýrivextir komnir í eins stafs tölu, losað hafi verið um gjaldeyrishömlur og hindrunum í vegi álvers í Helguvík hrint úr vegi, svo eitthvað sé nefnt. Steingrímur segir ýmislegt hafa gengið eftir sem samið var um í sáttmálanum. Ákveðnir hlutir hafi tafist, svo sem vaxtalækkun, vegna Icesave. „Ég held að það væri mikið glapræði að gefa sér fyrirfram að menn væru betur settir með því að segja upp kjarasamningum eða auka á óstöðugleikann með því að stefna því mikilvæga samstarfi sem náðist á milli ríkis, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðar í hættu.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira