Skrifar ástarbréf fyrir orkufyrirtækin 5. október 2009 02:30 Fjármálaráðherra hefur liðkað fyrir fjármögnun álvers við Helguvík og virkjana því tengdu. Hann segir þó nokkuð skorta upp á að fjármögnun sé lokið.fréttablaðið/gva Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur ritað meðmælabréf fyrir HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur til erlendra fjárfesta. Bréf af þessu tagi eru gjarnan nefnd ástarbréf og er ætlað að liðka til fyrir fjárfestingum hérlendis. Steingrímur staðfestir þetta en vill að öðru leyti lítið tjá sig um efni bréfanna. Ráðherra segir eðlilegt að aðstoða við fjármögnun við þær aðstæður sem nú eru uppi. Fjármálamarkaður sé í frosti og því sé eðlilegt að liðka fyrir. „Það stendur allt sem við höfum sagt að við styðjum og greiðum götu þeirra framkvæmda sem ákveðnar höfðu verið áður en við komum í ríkisstjórn. Þá erum við áhugasöm um að skoða ný verkefni,“ segir Steingrímur. Sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir tengdar álverinu í Helguvík þurfi ekki að fara í sameiginlegt umhverfismat hefur verið nokkuð gagnrýnd, ekki síst af fulltrúum atvinnulífsins. Hafa þeir sakað ráðherra um að bregða fæti fyrir verkefnið og það stangist á við stöðugleikasáttmálann. Steingrímur segir að menn ættu frekar að huga að fjármögnuninni. „Vandamálið hefur fyrst og fremst verið að fjármögnun er í frosti. Tafir á verkefninu er ekki neinu öðru um að kenna.“ Hann segir umhverfisráðherra einfaldlega hafa heimilað frekari skoðun málsins og óskað eftir frekari gögnum. Engin efnisleg afstaða sé tekin til málsins og ekki ætti að taka langan tíma til að skoða málið, kannski mánuð. Aðrar ástæður valdi töfum; það vanti upp á fjármögnun bæði virkjunar og álvers. Samkvæmt stöðugleikasáttmálanum á ýmsum áföngum að hafa verið náð 1. nóvember, stýrivextir komnir í eins stafs tölu, losað hafi verið um gjaldeyrishömlur og hindrunum í vegi álvers í Helguvík hrint úr vegi, svo eitthvað sé nefnt. Steingrímur segir ýmislegt hafa gengið eftir sem samið var um í sáttmálanum. Ákveðnir hlutir hafi tafist, svo sem vaxtalækkun, vegna Icesave. „Ég held að það væri mikið glapræði að gefa sér fyrirfram að menn væru betur settir með því að segja upp kjarasamningum eða auka á óstöðugleikann með því að stefna því mikilvæga samstarfi sem náðist á milli ríkis, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðar í hættu.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur ritað meðmælabréf fyrir HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur til erlendra fjárfesta. Bréf af þessu tagi eru gjarnan nefnd ástarbréf og er ætlað að liðka til fyrir fjárfestingum hérlendis. Steingrímur staðfestir þetta en vill að öðru leyti lítið tjá sig um efni bréfanna. Ráðherra segir eðlilegt að aðstoða við fjármögnun við þær aðstæður sem nú eru uppi. Fjármálamarkaður sé í frosti og því sé eðlilegt að liðka fyrir. „Það stendur allt sem við höfum sagt að við styðjum og greiðum götu þeirra framkvæmda sem ákveðnar höfðu verið áður en við komum í ríkisstjórn. Þá erum við áhugasöm um að skoða ný verkefni,“ segir Steingrímur. Sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir tengdar álverinu í Helguvík þurfi ekki að fara í sameiginlegt umhverfismat hefur verið nokkuð gagnrýnd, ekki síst af fulltrúum atvinnulífsins. Hafa þeir sakað ráðherra um að bregða fæti fyrir verkefnið og það stangist á við stöðugleikasáttmálann. Steingrímur segir að menn ættu frekar að huga að fjármögnuninni. „Vandamálið hefur fyrst og fremst verið að fjármögnun er í frosti. Tafir á verkefninu er ekki neinu öðru um að kenna.“ Hann segir umhverfisráðherra einfaldlega hafa heimilað frekari skoðun málsins og óskað eftir frekari gögnum. Engin efnisleg afstaða sé tekin til málsins og ekki ætti að taka langan tíma til að skoða málið, kannski mánuð. Aðrar ástæður valdi töfum; það vanti upp á fjármögnun bæði virkjunar og álvers. Samkvæmt stöðugleikasáttmálanum á ýmsum áföngum að hafa verið náð 1. nóvember, stýrivextir komnir í eins stafs tölu, losað hafi verið um gjaldeyrishömlur og hindrunum í vegi álvers í Helguvík hrint úr vegi, svo eitthvað sé nefnt. Steingrímur segir ýmislegt hafa gengið eftir sem samið var um í sáttmálanum. Ákveðnir hlutir hafi tafist, svo sem vaxtalækkun, vegna Icesave. „Ég held að það væri mikið glapræði að gefa sér fyrirfram að menn væru betur settir með því að segja upp kjarasamningum eða auka á óstöðugleikann með því að stefna því mikilvæga samstarfi sem náðist á milli ríkis, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðar í hættu.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira