Innlent

Skattar þurfa að laða olíufélög að Drekanum

Sjálfstæðis- og framsóknarmenn í iðnaðarnefnd Alþings telja til lítils að fara af stað með nýtt olíuleitarútboð fyrr en búið er að breyta íslenska skattakerfinu.

Opnað verður á ný fyrir umsóknir um olíuleit á Drekasvæðinu upp úr áramótum, samkvæmt ákvörðun sem Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kynnti iðnaðarnefnd þingsins í morgun. Þessi opnun er í raun hluti upphaflega útboðsins þannig að þau fimm sérleyfi, sem þá voru boðin en ekki gengu út, verða höfð til ráðstöfunar í sjö mánuði til þeirra olíufélaga sem fyrst sækja um. Annað útboð er síðan áformað árið 2011.

Katrín vill ekki meina að íslensku olíuskattarnir hafi ráðið mestu um það hvernig fór í fyrstu tilraun. Hún telur að í efnahagslægð sé ekki rétt að stökkva til og fara í róttækar breytingar á skattaumhverfinu.

Þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki, og Tryggvi Þór Herbertsson, Sjálfstæðisflokki, telja hins vegar báðir að menn hljóti að endurskoða skattaumhverfið og gera það meira aðlaðandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×