Innlent

Barðastrandaárás: Ræningjar í vikulangt gæsluvarðhald

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Piltarnir sem brutust inn i einbýlishús við Barðaströnd á Seltjarnarnesi á mánudaginn og réðust á húsráðanda sem þar býr, voru nú síðdegis úrskurðaðir í gæsluvarðahald til 3. júní.

Lögreglan hefur enn ekki gómað þriðja manninn sem talið er að hafi verið í vitorði með þeim, en Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé næsta verkefni.

Lögreglan handtók ræningjana, sem eru um tvítug, seinni partinn í gær. Þeir hafa komið við sögu lögreglu áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×