Lífið

Aðdáendur Ferris Bueller geta gert reyfarakaup

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Flott útsýni og stutt í alla þjónustu. Nú er bara að gera tilboð.
Flott útsýni og stutt í alla þjónustu. Nú er bara að gera tilboð.

Nei, það er reyndar ekki Ferrari 250 GT-bifreiðin af árgerð 1961 sem þarna er um að ræða, enda var hún lögð í rúst í myndinni, heldur húsið sem sögupersónan Cameron Frye, vinur Buellers, bjó í ásamt fjölskyldu sinni og föður, sem átti einmitt umrædda bifreið.

Þessi stórglæsilega villa er í Highland Park í Illinois og er nú til reiðu fyrir þann sem er tilbúinn að skella tæplega einni og hálfri milljón dollara á borðið. Það eru litlar 190 milljónir króna miðað við stöðu dollarans við lok viðskipta í gær.

Húsið er nánast ekkert nema gler og stál og var hannað af James Speyer árið 1953. Flestum, sem farnir voru að stunda kvikmyndahúsin árið 1986, eru í fersku minni tilþrif Matthew Broderick í þessari ágætu gamanmynd og að minnsta kosti jafnmargir minnast stórleiks Jefferys Jones í hlutverki skólastjórans geðstirða, Ed Rooney.

Það er því engin furða að fyrirspurnum rigni yfir fasteignasalann Meladee Hughes, sem annast söluna, en áhugasömum kaupendum skal bent á að búið er að skipta um rúðuna sem Ferrari-bifreiðin glæsilega bakkaði gegnum í ógleymanlegu, og mjög sorglegu, atriði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.