Lífið

Skjaldborgarhátíðin haldin í þriðja sinn um helgina

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Halfdan Pedersen.
Halfdan Pedersen.

Skjaldborgarhátíðin svokallaða, hátíð íslenskra heimildamynda, verður haldin í Skjaldborg á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. Þetta er þriðja árið sem Skjaldborgarhátíðin er haldin, segir Halfdan Pedersen, einn aðstandenda hátíðarinnar.

Hvorki meira né minna en 27 íslenskar heimildamyndir verða frumsýndar á hátíðinni og er Þorfinnur Guðnason leikstjóri sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar í ár en meðal verka hans er Draumalandið sem hann stýrði ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi.

Halfdan segir hátíðinni ætlað að vera vettvangur fyrir kvikmyndagerðarfólk og alla áhugamenn um heimildamyndir til að hittast, skiptast á skoðunum og horfa á fróðleg verk á tjaldinu. Í lok hátíðarinnar velja áhorfendur bestu heimildamyndina en í fyrra var það einmitt Kjötborg sem hreppti þann titil en hún hlaut einnig menningarverðlaun DV árið 2009. Nánar má fræðast um Skjaldborgarhátíðina hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.