Erlent

Bannað að barna á vígvellinum

Óli Tynes skrifar
Fjölmargar bandarískar konur gegna herþjónustu.
Fjölmargar bandarískar konur gegna herþjónustu.

Bandarískur hershöfðingi í Norður-Írak hefur hótað að leiða liðsmenn sína fyrir herrétt ef þeir verða ófrískir á meðan þeir gegna herþjónustu þar í landi. Fjölmargar konur eru nú í bandaríska hernum.

Fram til þessa hefur reglan verið sú að ef konur verða ófrískar á vígvellinum eru þær sendar heim. Anthony Cucolo hershöfðingi segir að það sé slæmt fyrirkomulag. Hann sé í sumum tilfellum að missa sérhæfða liðsmenn sem hann hafi mikla þörf fyrir.

Hann vill því að annaðhvort hætti hermenn hans ástarleikjum eða noti getnaðarvarnir. Nokkuð er um það að hjón gegni saman hershöfðingi og bannið á einnig að ná til þeirra. Cocolo segir að herrétturinn nái ekki aðeins til kvennanna heldur einnig eiginmanna þeirra.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×