Þokast í átt til sáttar innan stjórnarliðsins 12. ágúst 2009 06:00 Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og heilbrigðisráðherra. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur góða von um að viðunandi lausn finnist á Icesave-málinu og að það hljóti samþykki. „Ég er vongóður um að við náum sameiginlegri lausn ef menn sýna allir góðan samstarfsvilja," sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Kvaðst hann hafa af því spurnir að innan fjárlaganefndar væru menn á réttri leið, að hans mati. Formenn stjórnarflokkanna; Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir ræddu um Icesave-málið á sérstökum fundi með Ögmundi fyrir ríkisstjórnarfund í gærmorgun. Steingrímur segir málið hafa þokast í samkomulagsátt í gær og að hann telji að frumvarp ríkisstjórnarinnar um Icesave-ábyrgðirnar hljóti samþykki Alþingis. Enn er óvíst hvenær fjárlaganefnd afgreiðir málið frá sér. Steingrímur segir betra að málið dragist ekki úr hömlu, þó ekki sé um klukkutímaspursmál að ræða. „Ég bíð þess tiltölulega rólegur að málinu verði lokað, svo við getum snúið okkur að öðrum brýnum verkefnum." Aukinnar bjartsýni um málslyktir gætti meðal þingmanna úr báðum stjórnarflokkunum í gærkvöldi. Töldu þeir bilið milli andstæðra sjónarmiða hafa minnkað við fundi og samtöl gærdagsins. Ögmundur hafði þar til í gær lýst sig andsnúinn hugmyndum meirihluta fjárlaganefndar að fyrirvörum við ríkisábyrgð á Icesave-samningunum. Að sama skapi taldi meirihlutinn sig ekki geta fallist á ýtrustu kröfur Ögmundar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er það ekki eitthvað eitt tiltekið atriði sem gerir það að verkum að menn telji að þokast hafi í sáttaátt. Ástæðan sé fremur aukinn vilji til sáttar. Raunveruleg hætta á að ríkisstjórnin hrökklist frá völdum, njóti Icesave-málið ekki stuðnings ráðherra, ráði þar miklu. Þá hafi loftið hreinsast milli manna á fundum gærdagsins. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur góða von um að viðunandi lausn finnist á Icesave-málinu og að það hljóti samþykki. „Ég er vongóður um að við náum sameiginlegri lausn ef menn sýna allir góðan samstarfsvilja," sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Kvaðst hann hafa af því spurnir að innan fjárlaganefndar væru menn á réttri leið, að hans mati. Formenn stjórnarflokkanna; Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir ræddu um Icesave-málið á sérstökum fundi með Ögmundi fyrir ríkisstjórnarfund í gærmorgun. Steingrímur segir málið hafa þokast í samkomulagsátt í gær og að hann telji að frumvarp ríkisstjórnarinnar um Icesave-ábyrgðirnar hljóti samþykki Alþingis. Enn er óvíst hvenær fjárlaganefnd afgreiðir málið frá sér. Steingrímur segir betra að málið dragist ekki úr hömlu, þó ekki sé um klukkutímaspursmál að ræða. „Ég bíð þess tiltölulega rólegur að málinu verði lokað, svo við getum snúið okkur að öðrum brýnum verkefnum." Aukinnar bjartsýni um málslyktir gætti meðal þingmanna úr báðum stjórnarflokkunum í gærkvöldi. Töldu þeir bilið milli andstæðra sjónarmiða hafa minnkað við fundi og samtöl gærdagsins. Ögmundur hafði þar til í gær lýst sig andsnúinn hugmyndum meirihluta fjárlaganefndar að fyrirvörum við ríkisábyrgð á Icesave-samningunum. Að sama skapi taldi meirihlutinn sig ekki geta fallist á ýtrustu kröfur Ögmundar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er það ekki eitthvað eitt tiltekið atriði sem gerir það að verkum að menn telji að þokast hafi í sáttaátt. Ástæðan sé fremur aukinn vilji til sáttar. Raunveruleg hætta á að ríkisstjórnin hrökklist frá völdum, njóti Icesave-málið ekki stuðnings ráðherra, ráði þar miklu. Þá hafi loftið hreinsast milli manna á fundum gærdagsins.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“