Innbúi stolið - Tryggingafélagið neitar að borga tjónið Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. ágúst 2009 13:00 Einstæð þriggja barna móðir tapaði innbúi að verðmæti 2 milljónum króna þegar brotist var inn til hennar í maí síðastliðnum. Konan, sem heitir Ellen Ásdís Erlingsdóttir, bjó í Svíþjóð þegar innbrotið var framið en hafði leigt út íbúðina með öllu innbúinu. Tryggingafélagið Vörður, sem konan tryggir hjá, segir að ekki hafi verið brotist inn hjá konunni og neitar að bæta henni tjónið. Lögreglunni tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir Í lögregluskýrslu um málið, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að leigjandinn hafi verið fjarverandi helgina sem brotist var inn. Við athugun hafi lögreglan tekið eftir að spenntur hafði verið upp lítill opnanlegur gluggi, inn í stofu. Sjá mátti lítil för að glugganum að utan. Stormjárnið hafi síðan verið skrúfað laust. Búið var að ýta sófanum frá gluggakistunni en einkennilegt væri að ekkert kám væri á rykinu í gluggakistunni. Einnig hafi gardínurnar verið mjög rykugar en það hafi heldur engin sjáanleg hreyfing verið á rykinu. Þá sagði leigjandi íbúðarinnar við lögreglu að svalarhurðin að íbúðinni hafi verið lokuð en ólæst. Hann hafi hins vegar talið sig hafa læst hurðinni þegar hann fór að heiman. Nágranni sagði hins vegar við lögreglumenn að hanni hafi orðið var við grunsamlegar mannaferðir.Í lögregluskýrslunni kemur fram að gluggi hafi verið spenntur upp.Neita að greiða tjónið Þegar Ellen krafðist þess að fá tjón sitt bætt hjá tryggingafélaginu Verði fékk hún svar í bréfi um að skýrsla lögreglunnar sé ekki sönnun fyrir tjóni. Augljóst sé að ekki hafi verið farið inn um gluggann í stofunni, enda hefði það skilið eftir sig ummerki, sökum þess að mikið ryk var í gluggakistunni og á gardínum. Ryk hafi hins vegar verið óhreyft og því fallist Vörður ekki á að um innbrot hafi verið að ræða. Því fellst tryggingafélagið ekki á bótaskyldu. Ellen segir að augljóst að tryggingafélagið telji að innbrotið hafi verið sviðsett. Hún segist hins vegar enga ástæðu til að gruna leigjandann sinn um að hafa stolið innbúinu. Ellen segist vera búin að reyna að ná fram rétti sínum í málinu frá því að hún flutti aftur til Íslands í byrjun júlí. Næsta úrræði sem hún hafi sé að áfrýja til Úrskurðarnefndar um áfrýjunarmál. „Ég er ekkert búinn að gefast upp," segir Ellen Ásdís. Hún segir málið sérstaklega erfitt þar sem tjónið nemi tveimur milljónum króna. Hún sé einstæð, allslaus og með þrjú börn. Vörður tjáir sig ekki Vísir hafði samband við Jón Halldórsson hjá tjónadeild Varðar, en hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Einstæð þriggja barna móðir tapaði innbúi að verðmæti 2 milljónum króna þegar brotist var inn til hennar í maí síðastliðnum. Konan, sem heitir Ellen Ásdís Erlingsdóttir, bjó í Svíþjóð þegar innbrotið var framið en hafði leigt út íbúðina með öllu innbúinu. Tryggingafélagið Vörður, sem konan tryggir hjá, segir að ekki hafi verið brotist inn hjá konunni og neitar að bæta henni tjónið. Lögreglunni tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir Í lögregluskýrslu um málið, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að leigjandinn hafi verið fjarverandi helgina sem brotist var inn. Við athugun hafi lögreglan tekið eftir að spenntur hafði verið upp lítill opnanlegur gluggi, inn í stofu. Sjá mátti lítil för að glugganum að utan. Stormjárnið hafi síðan verið skrúfað laust. Búið var að ýta sófanum frá gluggakistunni en einkennilegt væri að ekkert kám væri á rykinu í gluggakistunni. Einnig hafi gardínurnar verið mjög rykugar en það hafi heldur engin sjáanleg hreyfing verið á rykinu. Þá sagði leigjandi íbúðarinnar við lögreglu að svalarhurðin að íbúðinni hafi verið lokuð en ólæst. Hann hafi hins vegar talið sig hafa læst hurðinni þegar hann fór að heiman. Nágranni sagði hins vegar við lögreglumenn að hanni hafi orðið var við grunsamlegar mannaferðir.Í lögregluskýrslunni kemur fram að gluggi hafi verið spenntur upp.Neita að greiða tjónið Þegar Ellen krafðist þess að fá tjón sitt bætt hjá tryggingafélaginu Verði fékk hún svar í bréfi um að skýrsla lögreglunnar sé ekki sönnun fyrir tjóni. Augljóst sé að ekki hafi verið farið inn um gluggann í stofunni, enda hefði það skilið eftir sig ummerki, sökum þess að mikið ryk var í gluggakistunni og á gardínum. Ryk hafi hins vegar verið óhreyft og því fallist Vörður ekki á að um innbrot hafi verið að ræða. Því fellst tryggingafélagið ekki á bótaskyldu. Ellen segir að augljóst að tryggingafélagið telji að innbrotið hafi verið sviðsett. Hún segist hins vegar enga ástæðu til að gruna leigjandann sinn um að hafa stolið innbúinu. Ellen segist vera búin að reyna að ná fram rétti sínum í málinu frá því að hún flutti aftur til Íslands í byrjun júlí. Næsta úrræði sem hún hafi sé að áfrýja til Úrskurðarnefndar um áfrýjunarmál. „Ég er ekkert búinn að gefast upp," segir Ellen Ásdís. Hún segir málið sérstaklega erfitt þar sem tjónið nemi tveimur milljónum króna. Hún sé einstæð, allslaus og með þrjú börn. Vörður tjáir sig ekki Vísir hafði samband við Jón Halldórsson hjá tjónadeild Varðar, en hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira