Innlent

Innbrotsþjófar á ferð um borgina

Þrír karlmenn og ein kona voru handtekin í íbúð í Hólahverfi í Reykjavík um fjögurleytið í nótt, en fólkið hafði brotist þar inn um svalir og var búið að tína til þýfi, þegar lögreglan kom þar að.

Um sama leyti var tilkynnt um innbrot í veitingastað í miðborginni, en lögregla náði þjófunum skömmu síðar og voru þeir með áfengi á sér, sem þeir höfðu stolið á veitingastaðnum.

Og það var líka um fjögurleytið í nótt sem ökumaður ók á umferðarmerki á Hverfisgötu með þeim afleiðingum að bíllinn er óökufær. Hann er grunaður um ölvunarakstur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×