Innlent

Slökkvistarfi við Esjuna lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir menn börðust við eldinn í Esjuhlíðum.
Tveir menn börðust við eldinn í Esjuhlíðum.
Slökkvistarfi lauk í hlíðum Esjunnar um klukkan fjögur í dag. Tveir slökkviliðsmenn höfðu þá barist við eldinn frá því á hádegi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gekk slökkvistarf treglega þar sem nýrra glóða varð sífellt vart.

Í gær háði slökkviliðið erfiða baráttu við gróðureld undir Helgarfelli. Slökkviliðsmenn áttu erfitt með að komast að rótum þess elds og var þyrla Landhelgisgæslunnar þess vegna notuð við slökkvistarfið.




Tengdar fréttir

Gróðureldur í Esjuhlíðum

Slökkviliðið fékk tilkynningu um gróðureld í Esjuhlíðum um hádegisbil í dag. Tveir slökkviliðsmenn hafa verið þar við að slökkva eldinn sem hefur breiðst út um 50 fermetra. Að sögn slökkviliðsins er ekki hægt að segja til um eldsupptök. Þá var slökkviliðið kallað aftur upp að Helgarfelli um tíuleytið í morgun þar sem ennþá logðuð eldglærur frá því í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×