Innlent

Gróðureldur í Esjuhlíðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðið fékk tilkynningu um gróðureld í Esjuhlíðum um hádegisbil í dag. Tveir slökkviliðsmenn hafa verið þar við að slökkva eldinn sem hefur breiðst út um 50 fermetra. Að sögn slökkviliðsins er ekki hægt að segja til um eldsupptök. Þá var slökkviliðið kallað aftur upp að Helgarfelli um tíuleytið í morgun þar sem ennþá loguðu eldglærur frá því í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×