Innlent

Mál vegna eldri brota Icelandair

icelandair Samkeppnisyfirvöld töldu Icelandair vera að misnota markaðsráðandi stöðu sína með netsmellum.
fréttablaðið/teitur
icelandair Samkeppnisyfirvöld töldu Icelandair vera að misnota markaðsráðandi stöðu sína með netsmellum. fréttablaðið/teitur
Iceland Express undirbýr nú málshöfðun á hendur Icelandair vegna Netsmella-tilboða Icelandair. Dómkveðja á matsmenn af héraðsdómi í dag til að meta meint tjón Iceland Express vegna þessa. Í kjölfarið verður svo ákveðið hvort mál verði höfðað.

Málið má rekja til ársins 2003 þegar Iceland Express kvartaði til samkeppnisyfirvalda vegna Netsmellanna. Komist var að þeirri niðurstöðu að tilboð Icelandair hafi falið í sér skaðlega undirverðlagningu. Árið 2004 hóf Icelandair að bjóða svipuð tilboð aftur og komist var að þeirri niðurstöðu árið 2007 að fyrirtækið væri að misnota markaðsráðandi stöðu sína.- vsp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×